Beint í efni

Upp­sögn rík­is­starfs­manns

Forstöðumaður stofnunar hefur rétt til að segja starfsmanni upp störfum að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Skylt er að veita starfsmanni áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á rætur að rekja til brota á stafsskyldum. Annars er ekki skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi, þar á meðal ef uppsögn stafar af öðrum ástæðum, svo sem þeirri að verið sé að fækka starfsmönnum vegna hagræðingar í rekstri stofnunar.

Sérstakar málsmeðferðarreglur gilda um andmælarétt og áminningu. Félagsfólki er bent á að hafa samband við skrifstofu Visku ef mál er komið í farveg mögulegra starfsloka.