Beint í efni

Fræðagarður sameinast í Visku!

Viska er öflugt stéttarfélag sem veitir persónulega þjónustu og er í forsvari fyrir félagsfólk varðandi kjör og réttindi. Viska er stærsta aðildarfélag BHM og nýtur félagsfólk aðildar að sjóðum bandalagsins.

Aðgengilegir kjarasamningar

Fræðagarður gerir kjarasamninga fyrir hönd sinna félagsmanna. Þessir miðlægu samningar eru sá grunnur sem mögulegir stofnana- eða fyrirtækjasamningar byggja síðan ofan á, eftir því sem við á hjá hverjum vinnustað. Hér á vefnum eru nú aðgengilegir á rafrænan hátt allir samningar sem í gildi eru hjá félaginu.

Þjónusta skrifstofu Fræðagarðs

Fræðgarður veitir persónulega ráðgjöf í kjara- og réttindamálum, svo sem við gerð ráðningasamninga og við undirbúning launaviðtals. Við leggjum mikla áherslu á öfluga, einstaklingsmiðaða varðstöðu og ókeypis ráðgjöf ef vandamál koma upp á vinnustað. Í mörgum tilvikum útvegar félagið ókeypis lögfræðiþjónustu og kemur fram fyrir hönd einstaklinganna eigi þeir undir högg að sækja.

Margvíslegur ávinningur

Aðild að stéttarfélagi er ávísun á öryggi. Félagsfólk nýtir samtakamátt sinn til að knýja á um bestu mögulegu kjör sín og réttindi. Gott stéttarfélag veitir persónulega ráðgjöf og þjónustu, allt frá ráðningarsamningi til starfsloka. Það opnar einnig aðgengi að margskonar fríðindum og fjárhagslegum stuðningi og er traustur bakhjarl þegar á þarf að halda.

Fræðagarður er eitt þessara félaga. Það grundvallar þjónustu sína á styrkum stoðum langrar sögu og sækir sér aukið afl með því að starfa undir merkjum BHM og vera þannig hluti af stórri og öflugri heild.

Betri kjör

Fræðagarður gerir samninga við allskonar mismunandi aðila, ríkisvaldið, sveitarfélög, stofnanir og einkafyrirtæki fyrir hönd félaga sinna. Markmiðið er ávallt að hámarka ávinning til lengri tíma.

Persónuleg þjónusta

Fræðagarður veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf við gerð ráðningarsamninga, undirbúning launaviðtala o.s.frv. Félagið er einnig öflugur bakhjarl einstaklinga í ágreiningsmálum og réttindabaráttu.

Fjölbreyttir styrkir

Aðild að Fræðagarði opnar á fjárhagslega aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda. Sjúkra- og styrktarsjóðir greiða fyrir sérfræðiráðgjöf og útlagðan kostnað.

Ókeypis fræðsla og námskeið

Fræðagarður veitir félagsfólki sínu aðgang án endurgjalds að alls kyns fræðslu, fyrirlestrum og námsefni sem jafnt getur nýst í leik og starfi. Oft er efnið rafrænt og hægt að lesa, horfa og hlusta við hentugleika.

Bakhjarl símenntunar

Örar breytingar á vinnuumhverfi og verkefnum gera símenntun stöðugt mikilvægari, fyrir starfsánægju, öryggi og umbun. Fræðagarður opnar aðgang að öflugum sjóðum sem veita verðmæta styrki.

Betri frídagar!

Með aðild að Orlofssjóði BHM býður Fræðagarður aðgang að spennandi orlofskostum auk afsláttarkjara á flugi og margvíslegri frítengdri afþreyingu.

Við leggjum áherslu á að stéttarfélagið sé þinn bakhjarl á vinnumarkaði þegar á móti blæs

Gauti Skúlason, verkefnastjóri samskipta og þjónustu hjá Fræðagarði

Styrkir sem geta breytt öllu

Með aðild að Fræðagarði opnast möguleikar á margvíslegum styrkjum. Þar skiptir þátttaka félagsins í BHM miklu máli. Veitt er fjárhagsleg aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda. Sjúkra- og styrktarsjóðir greiða einnig fyrir margs konar sérfræðiráðgjöf og útlagðan kostnað og veita t.d. gleraugnastyrki, fæðingarstyrki, dánarbætur o.m.fl.

Starfsendurhæfing

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Starfsendurhæfing samhliða vinnu gæti komið til greina fyrir starfsmenn sem eiga erfitt með að skila vinnu sinni á fullnægjandi hátt vegna heilsubrests. Oft er vinnustaðurinn þegar búinn að koma til móts við starfsmanninn með aðlögunum sem hafa þó ekki náð að breyta starfsgetu starfsmannsins. Þá væri kannski gott að skoða starfsendurhæfingu samhliða vinnu.

Orlofssjóður BHM

Orlofssjóður BHM hefur það markmið að auðvelda sjóðfélögum að njóta orlofs og í því skyni á sjóðurinn og rekur orlofshúsnæði. Vöruframboð Orlofssjóðs BHM samanstendur einnig af flugávísunum, útilegu – og veiðikortum og ferðaávísunum.

Ávarp formanns

Kæru félagar!

Takk fyrir traustið að kjósa mig til að leiða starf okkar í Fræðagarði næstu árin. Framundan eru ýmsar áskoranir, þeirra á meðal kjarasamningar við ríki og sveitarfélög sem losna 2023.

Eitt af stóru ágreiningsmálunum er að starfsmatskerfi sveitarfélaga nær illa utan um stóran hluta starfa félagsfólks okkar. Þessu þarf að breyta. Langtímaverkefni okkar allra er svo að leiðrétta skakkt verðmætamat starfa, að störf kvenna séu almennt metin til lægri launa en störf karla.

Stórt verkefni Fræðagarðs í lengd og bráð er að vinna að því að tryggja stöðu launafólks á vinnumarkaði sem tekur örum breytingum. Samstaða vinnandi fólks er grundvöllur í baráttunni fyrir betri kjörum, ekki síst háskólamenntaðra sérfræðinga. Vinnum saman að því að tryggja framtíð okkar allra.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir