Beint í efni

Kjaramál

Fræðagarður gerir kjarasamninga fyrir hönd síns félagsfólks. Einnig eru gerðir stofnana- og fyrirtækjasamningar og veitt ráðgjöf við gerð ráðningasamninga. Þannig fylgir stéttarfélagið því eftir að kjör og réttindi séu alltaf í takt við það besta sem völ er á.

Liðið starfsár

Samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga

Þann 1. mars skrifaði formaður Fræðagarðs undir framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd félagsfólks. Samningurinn var svo samþykktur í rafrænni kosningu félagsfólks 17. mars.

Í bókun með samningnum má finna viðurkenningu á sameiginlegri afstöðu beggja samningsaðila, Fræðagarðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga, að launaumhverfi sveitarfélaganna nái illa utan um félaga Fræðagarðs sem starfa sem sérfræðingar og stjórnendur hjá þeim. Þessu þarf að breyta.

Í yfirlýsingu sem Fræðagarður sendi frá sér við undirritun kjarasamningsins benti félagið á að sveitarfélögin væru að dragast hratt aftur úr í samkeppni um hæft sérfræðimenntað starfsfólk og að nauðsynlegt væri að treysta kjör þess með úrbótum á launaumhverfi sveitarfélaganna svo sem með hækkun grunnlauna og fjölgun launaliða.

Námsstefnur í samningagerð

Ríkissáttasemjari hélt á árinu fimm námsstefnur í samningagerð þar sem stefnt var saman öllum sem sæti eiga í samninganefndum og vinna að kjarasamningagerð á Íslandi. Á námsstefnunum var farið yfir vinnubrögð við kjarasamningagerð og hvernig mætti bæta þau, rætt um aðferðir við undirbúning fyrir samningaviðræður, þátttakendur deildu reynslu sinni og var námsstefnunni ætlað að efla marksækni og fagmennsku við samningaborðið.

Öllu stjórnarfólki Fræðagarðs og sérfræðingum þjónustuskrifstofunnar var boðið að sækja slíka námsstefnu og sóttu öll nema eitt.

BHM sameinað til kjaraviðræðna 2023

Í ágúst 2022 fól stjórn Fræðagarðs Friðriki Jónssyni formanni BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna í kjölfar tillögu þess efnis sem lögð var fram af formanni Félags íslenskra náttúrufræðinga á formannaráðsfundi bandalagsins. Bandalagið gekk sameinað til kjaraviðræðna, BHM fékk viðræðuumboð fyrir aðildarfélög sín í kjarasamningum við almenna og opinbera markaðinn þá um veturinn en samningsréttur er áfram óskertur hjá félögum.

Stjórn Fræðagarðs fundaði með fulltrúaráði félagsins 13. september til að fara yfir kjaraviðræðurnar og heyra hvaða kröfur fulltrúar fagstétta innan félagsins gera í aðdraganda viðræðna. Enn fremur fundaði stjórnin með stjórn FHSS, FÍF, SBU og SL þann 15. september til að fara yfir áskoranir og tækifæri í kjaraviðræðum og úrlausnir og kröfur. Í kjölfarið vann Fræðagarður að útfærslu einstakrar kröfugerðar sinnar með starfsfólki þjónustuskrifstofunnar.

Í samninganefnd Fræðagarðs við ríkið, sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og almenna markaðinn er öll stjórnin undir forystu Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur formanns.

Mynd tekin á fundi BHM þann 10. nóvember í Grósku þar sem bandalagið kynnti áherslur sínar varðandi Jafnréttissamningana.

Jafnréttissamningur 2023

Öll 27 aðildarfélög BHM kynntu í lok árs 2022 sameiginlegar áherslur í komandi kjaraviðræðum undir yfirskriftinni Jafnréttissamningurinn 2023.

Í jafnréttissamningnum er haft að leiðarljósi að stuðla að auknu jafnrétti, jafnvægi og réttlæti í íslensku samfélagi á breiðum grunni, óháð kyni, félagslegri stöðu eða uppruna. Meginmarkmiðið með jafnréttissamningnum er að auka kaupmátt ráðstöfunartekna, leiðrétta skakkt verðmætamat starfa á opinberum markaði og tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.

Sjö áherslur eru í forgrunni aðildarfélaga BHM í kjaraviðræðum við aðila vinnumarkaðarins:

Enn fremur eru átta áherslur í forgrunni um aðkomu stjórnvalda hvað varðar beitingu skattkerfis og tilfærslukerfa til að tryggja félagslegan stöðugleika og leiðréttingu á kerfisbundnu óréttlæti í virðismati starfa.

Að stjórnvöld: