Beint í efni
Styrkir og sjóðir

Vís­inda­sjóð­ur

Aðild að Visku opnar á úthlutun úr Vísindasjóði félagsins en sjóðnum er ætlað að vera kaupauki fyrir félaga sem greiddur er út í febrúar. Félagsfólk í Visku sem starfar hjá sveitarfélögum eiga aðild að Vísindasjóði Visku. Félagsfólk sem starfar á almenna vinnumarkaðnum geta óskað eftir að ganga í Vísindasjóð Visku.

Aðild

Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að Vísindasjóði valkvæð en greitt er fyrir allt félagsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum. Félagsfólk sem starfar hjá ríkinu á ekki aðild að Vísindasjóði, en framlag vinnuveitanda í sjóðinn fyrir starfsfólk ríkisins var aflagt í kjarasamningum árið 2008. Á móti var launatafla var hækkuð um tvö prósent.

Styrkupphæð og úthlutun

Styrkupphæðin er miðuð við innborgun í Vísindasjóð á tímabilinu 1. janúar til 31. desember en vinnuveitandi greiðir 1,5% af dagvinnulaunum í sjóðinn. Félagsfólk sem greitt hefur verið fyrir í Vísindasjóð fá úthlutað úr sjóðnum 15. febrúar ár hvert. Félagsfólk þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr Vísindasjóðnum og fær senda tilkynningu í tölvupósti þegar greiðsla hefur farið fram.

Maður situr í gróðurhúsi í blárri skyrtu

Skattaleg meðferð

Styrkur úr Vísindasjóði er forskráður á skattframtal styrkþega og er talinn fram til skatts eins og aðrar tekjur. Ef félagsfólk hefur greiðslukvittanir sem Skatturinn tekur gildar sem kostnað á móti styrknum, þá skal skila þeim með skattframtali. Annars greiðist fullur tekjuskattur af styrknum. Upplýsingar um hvaða greiðslukvittanir Skatturinn tekur gildar sem kostnað á móti styrkjum má finna inn á vef Skattsins.