Stjórn Fræðagarðs
Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu.
Stjórn Fræðagarðs 2022 - 2023
Eftir aðalfund í febrúar 2022 skipa eftirfarandi stjórn félagsins:
Formaður
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir (kjörtímabil 2022-2026)
Stjórnarmenn
- Helga Björg Kolbeinsdóttir, varaformaður (kjörtímabil 2021-2023)
- Linda Björk Markúsardóttir, ritari (kjörtímabil 2021-2023)
- Eðvald Einar Stefánsson, gjaldkeri (kjörtímabil 2021-2023)
- Sunna Björt Arnardóttir, meðstjórnandi (kjörtímabil 2022-2024)
- Sigrún Einarsdóttir, meðstjórnandi (kjörtímabil 2022-2024)
- Inga María Leifsdóttir, meðstjórnandi (kjörtímabil 2022 - 2024)
Varamenn
- Ágúst Arnar Þráinsson (kjörtímabil 2022-2023)
- Haukur Logi Jóhannsson (kjörtímabil 2022-2023)

Hlutverk stjórnar
Í lögum Fræðagarðs segir um stjórn félagsins:
- Stjórn félagsins skal skipuð sjö fullgildum félagsmönnum, löglega kjörnum í rafrænni kosningu sem fram fer fyrir aðalfund.
- Stjórn er heimilt að standa fyrir rafrænni kosningu, hvort sem um er að ræða kjör til stjórnar eða atkvæðagreiðsla um kjarasamninga.
- Formaður og varaformaður eru kjörnir sérstaklega, en ekki sama ár. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, en formaður til fjögurra ára. Auk þeirra skal kjósa tvo varamenn til eins árs. Leitast skal við að tryggja að aldrei hætti nema þrír stjórnarmenn á tilteknu ári.
- Enginn stjórnarmaður skal sitja lengur í stjórn en átta ár í senn. Fyrri störf formanns í stjórn Fræðagarðs skulu þó undanskilin.
- Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi rekstur skrifstofu félagsins og ræður starfsmenn. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri skrifstofunnar.
- Stjórn félagsins skal halda stjórnarfund að minnsta kosti mánaðarlega nema í júlímánuði. Formaður boðar fundi með dagskrá með tilskyldum fyrirvara og stýrir fundum stjórnar. Fundargerðir stjórnar skulu skráðar á fundinum og samþykktar í lok fundar.
- Formaður eða varaformaður í forföllum formanns skal boða til stjórnarfundar ef tveir eða fleiri stjórnarmenn óska þess.
- Stjórnin skal kappkosta að miðla upplýsingum um verkefni félagsins til félagsmanna þannig að þeir geti jafnan fylgst með framgangi og stöðu mála er varða hagsmuni þeirra.
- Stjórn félagsins fer með umboð félagsins til kjarasamninga.