Beint í efni

Veik­indi

Allt launafólk á rétt á launum frá vinnuveitanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma. Fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort félagsmaður er opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði. Tilkynna ber yfirmanni um veikindi við fyrsta tækifæri og framvísa læknisvottorði fari hann fram á það. Greiðir hann þá gjaldið fyrir vottorðið.

Sjúkra- og styrktarsjóðir

Félagsmenn aðildarfélaga BHM geta sótt um sjúkradagpeninga þegar réttur til launa í veikindum hefur verið fullnýttur eða ef viðkomandi er ekki lengur í ráðningarsambandi. Sjúkrasjóður er starfsræktur fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði og Styrktarsjóður fyrir félagsmenn sem starfa á opinberum vinnumarki.

Ríki og sveitarfélög

Almennur markaður

Veikindi og uppsögn

Samkvæmt meginreglu vinnuréttar og kröfuréttar leysir uppsögn ráðningarsamnings starfsmenn og vinnuveitendur, undan skyldum sínum samkvæmt ráðningarsambandi, að loknum uppsagnarfresti og fellur veikindaréttur niður við starfslok hvort heldur starfsmaður segir upp starfi sínu eða honum er sagt upp störfum. Frá þessari meginreglu eru þó vissar undantekningar.

Veikindi og orlof