Fara í efni

Varaformaður Fræðagarðs hefur verið ráðin forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands

Marín Guðrún Hrafnsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og víkur því sem varaformaður Fræðagarðs.

Hún tilkynnti þetta formlega á aðalfundi Fræðagarðs 28. febrúar s.l. Kjörstjórn félagsins hefur undirbúning fyrir rafræna kosningu.

Aðalfundarlokum var því frestað þar til kosning nýs varaformanns hefur farið fram. Nánar auglýst síðar.