Fara í efni

Takk fyrir samstarfið

Stjórn Fræðagarðs kom saman í gær til að kveðja Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur og til að þakka henni fyrir samstarfið. Marín er búin að starfa með okkur í stjórn Fræðagarðs í tvö ár og var kosin varaformaður Fræðagarðs í fyrra. Marín hefur verið ráðin forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og þarf, vegna þeirrar breytingar, að stíga til hliðar sem varaformaður Fræðagarðs. Hún tilkynnti þetta á aðalfundi Fræðagarðs 28. febrúar s.l. Fundinum var frestað til að ljúka mætti rafrænni kosningu nýs varaformanns, sem tæki við á framhaldsaðalfundi 2. apríl n.k. Bent skal á heimasíðu félagsins https://www.fraedagardur.is/ varðandi frekari upplýsingar. Marín fylgja árnaðaróskir frá félaginu þegar hún hefur störf á nýjum og spennandi vettvangi.