Fara í efni

Umsóknir og eyðublöð

Almenn aðild

Fullgildir félagar geta þeir orðið sem lokið hafa BA eða BS prófi eða ígildi þess frá viðurkenndum háskóla. Í félaginu er gert ráð fyrir fjölbreyttum hópi háskólamanna, m.a. þeim sem ekki geta orðið félagsmenn í öðru aðildarfélagi innan Bandalags háskólamanna.

Nemaaðild

Nemar sem lokið hafa a.m.k. 90 einingum (ECTS) í háskólanámi, geta sótt um nemaaðild.
 
Nemaaðild veitir heimild til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt. Háskólanemar sem vinna með námi og greiða til félagsins, ávinna sér réttindi hjá félaginu og sjóðum tengdum því samkvæmt starfsreglum félags og sjóða á hverjum tíma. Nemaaðild getur því flýtt því verulega að full réttindi fáist í Styrktar/sjúkrasjóði.
 
Nemaaðild gefur rétt til þátttöku í félagsstarfi Fræðagarðs, meðal annars fræðslu- og ráðstefnustarfi, til jafns við fullgilda félagsmenn. Nemar geta þar að auki komið málefnum háskólanáms síns að hjá Fræðagarði og fengið þar umfjöllun.
 
Nemaaðild getur aldrei varað lengur en í samtals fjögur ár.
 

Umsóknir

Rafræn umsókn um aðild; almenn aðild og nemaaðild

Umsóknareyðublað á PDF-formi

Hægt er að fylla út rafræna umsókn hér á síðunni.  Einnig er hægt að senda umsókn til Fræðagarðs, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.  Með umsókn þarf að fylgja afrit af prófskírteini eða staðfesting á skólavist.

Hægt er að faxa umsóknina ásamt prófskírteini í 595-5101. Einnig má skanna inn umsókn og/eða fylgiskjöl og senda á fraedagardur@fraedagardur.is