Stjórn og kjörnir fulltrúar
Stjórn félagsins er skipuð sjö aðalfulltrúum og tveimur til vara. Formaður og varaformaður eru kjörnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum
Stjórn Fræðagarðs fundaði 16 sinnum á árinu auk tveggja sameiginlegra vinnufunda stjórna Þjónustuskrifstofu FHS. Að auki voru haldnir tveir fulltrúaráðsfundir og fjórir vinnufundir stjórnar um kjaraviðræður og stefnumótun. Áhersla var lögð á árinu að kjörnir fulltrúar félagsins tækju virkan þátt í undirbúningi kjaraviðræðna. Sótti stjórnin námskeið Ríkissáttasemjara í samningatækni, fræðslufundi BHM um kjaramál í aðdraganda kjaraviðræðna og samráðsfund norrænna heildarsamtaka háskólafólks í Helsinki.
Stjórn
Formaður og stjórn var kjörin í rafrænni kosningu á árinu og hafa starfað frá aðalfundi 28. febrúar 2022.
- Formaður: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir (kjörtímabil 2022–2026)
- Varaformaður: Helga Björg Kolbeinsdóttir (kjörtímabil 2021–2023)
- Gjaldkeri: Eðvald Einar Stefánsson (kjörtímabil 2021–2023)
- Ritari: Linda Björk Markúsardóttir (kjörtímabil 2021–2023)
Meðstjórnendur:
- Inga María Leifsdóttir (kjörtímabil 2022-2024)
- Sigrún Einarsdóttir (kjörtímabil 2022-2024)
- Sunna Björt Arnardóttir (kjörtímabil 2022-2024)
Varamenn:
- Ágúst Arnar Þráinsson (kjörtímabil 2022-2023)
- Haukur Logi Jóhannsson (kjörtímabil 2022-2023)

Fulltrúaráð
Fulltrúaráð Fræðagarðs er skipað stjórn félagsins og fulltrúum formlegra faghópa á vegum félagsins. Sjö faghópar starfa innan félagsins og eru fulltrúar þeirra: Agnes Steina Óskarsdóttir (faghópur táknmálstúlka), Björn Orri Hermannsson (faghópur íþróttafræðinga), Elísabet Gísladóttir (faghópur djákna), Gísli Rúnar Gylfason (faghópur tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi), Heiða D. Sigurjónsdóttir (faghópur talmeinafræðinga), Katrín Erna Gunnarsdóttir (faghópur listmeðferðarfræðinga), Lilja Kristín Magnúsdóttir (faghópur táknmálstúlka), Rafn Haraldur Rafnsson (faghópur íþróttafræðinga) og Þóra Sigurbjörnsdóttir (faghópur safnafólks).
Kjörstjórn
Kjörstjórn var skipuð af stjórn Fræðagarðs í desember 2022. Í henni sitja Sveinn Arnarsson formaður, Anna Lilja Björnsdóttir ritari og Gísli Rúnar Gylfason. Til vara í kjörstjórn var skipuð Svandís Anna Sigurðardóttir. Starfsmaður kjörstjórnar er Gauti Skúlason.
Fulltrúar Fræðagarðs hjá BHM
Fræðagarður á fjölda fulltrúa í nefndum og starfshópum innan BHM.
Fræðagarður á fulltrúa í þeim tveim ráðum sem stýra starfi bandalagsins, formannaráði og framkvæmdstjórn. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir er fulltrúi Fræðagarðs í formannaráði BHM og Helga Björg Kolbeinsdóttir er henni til vara. Andrés Erlingsson er aðalmaður í framkvæmdastjórn BHM.
Tvær fastanefndir eru starfandi innan BHM, kjaranefnd og jafnréttisnefnd og á Fræðagarður fulltrúa í báðum þeirra. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir er formaður jafnréttisnefndar og Helga Björg Kolbeinsdóttir er aðalfulltrúi í kjaranefnd. Tvær nefndir sjá um kosningar innan BHM og á Fræðagarður fulltrúa í báðum. Eðvald Einar Stefánsson er aðalfulltrúi og Sigrún Einarsdóttir er varafulltrúi í framboðsnefnd BHM. Sunna Arnardóttir er varafulltrúi í kjörstjórn BHM.
Fimm sjóðir eru starfandi á vegum BHM: Starfsmenntunarsjóður, Starfsþróunarsetur háskólamanna, Styrktarsjóður BHM, Sjúkrasjóður BHM og Orlofssjóður BHM. Fræðagarður á fulltrúa í tveimur þessara nefnda. Hjalti Einarsson er varaformaður stjórnar Sjúkrasjóðs BHM. Bragi Skúlason og Helga Björg Kolbeinsdóttir eru aðalfulltrúar í stjórn Orlofssjóðs BHM.
Fræðagarður á tvo fulltrúa í stjórn Húsfélags BHM. Halldór K. Valdimarsson er gjaldkeri stjórnar og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir er ritari stjórnar.
Innan BHM eru hverju sinni starfandi tímabundnir starfshópar sem skipaðir eru af formannaráði um einstök málefni. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir er fulltrúi Fræðagarðs í starfshópi um siðareglur BHM, í starfshópi um málefni heilbrigðisstarfsfólks og í starfshópi um nýliðun.
