Beint í efni

Húsfélag BHM

Fræðagarður á 13,39% hlut í Húsfélagi BHM

Fræðagarður er stærsti eigandi í Húsfélagi BHM fyrir utan BHM sjálft sem á 47,9%.

Húsið við Borgartún 6 er komið til ára sinna og hentar illa þeirri fjölbreyttu starfsemi sem á sér stað innan bandalagsins. Mikið viðhald hefur verið á eigninni síðustu árin og á þessu ári var skrifstofa formanns Fræðagarðs ónothæf í fjóra mánuði meðan unnið var að sprunguviðgerðum í útveggjum hússins. Síðustu árin hefur húsfélagið því verið í virkri leit að hentugra húsnæði en núverandi.

Á árinu fundaði stjórn húsfélagsins með eigendum til að fara yfir húsnæðisþarfir bandalagsins og aðildarfélaga næstu árin. Nú er unnið að raunsærri þarfagreiningu á starfsemi félaganna sem eiga aðild að húsfélagi BHM og leit að framtíðarhúsnæði heldur áfram.