Beint í efni
Ungur maður stendur úti með bakpoka
Þjónusta Visku

Náms­manna­þjón­usta Visku

Viska býður háskólanemum uppá þjónustu, ráðgjöf og fræðslu. Námsmannaþjónusta Visku er kjörin leið til að hefja starfsferilinn í stéttarfélagi við hæfi.

Sam­st­arf við há­skóla­sam­fé­lag­ið

Viska lætur málefni háskólasamfélagsins sig varða og leggur áherslu á fræðslu og þjónustu fyrir háskólanema. Félagið á í virku samtali við hagsmunasamtök íslenskra háskóla á landsvísu og tekur þátt í hagsmunabaráttu háskólanema.

Lestu allt um samstarf Visku við Landssamtök íslenskra stúdenta.

Ung kona með síma út um sumar
Vernd með Visku

Snjall­trygg­ing Visku

Viska býður öllum háskólanemum snjalltryggingu sér að kostnaðarlausu í samstarfi við Sjóvá. Það þýðir að háskólanemar í Visku fá snjalltæki, tölvu, hjól og rafhlaupahjól tryggð í gegnum Visku, án þess að þurfa að stofna til formlegra viðskipta við Sjóvá.

Kona situr við tölvu með kaffibolli og brosir Heromynd á Styrkir og sjóðir
Þjónusta Visku

Hvað ger­ir Viska fyr­ir þig?

Námsfólk getur leitað til Visku með spurningar um fyrstu skref á vinnumarkaði.  Allir háskólanemar sem eru skráðir í Visku eiga rétt á þjónustu og ráðgjöf sér að kostnaðarlausu.

Hvað gera stétt­ar­fé­lög?

Stéttarfélög eru öflugir hagsmunaverðir fyrir félagsfólk sitt. Stéttarfélög veita félagsfólki ráðgjöf um kjara- og réttindamál, lögfræðiaðstoð vegna erfiðra mála á vinnustað, ráðgjöf og styrki í veikindum og stuðning við að snúa aftur á vinnumarkaðinn, námsstyrki og orlofshús.

Ungur maður út að sumri til í símanum