Beint í efni

Fræðagarður – félag háskólamenntaðra

Hlutverk Fræðagarðs er að vera í forsvari fyrir félaga sína við gerð kjarasamninga og við ákvarðanir er á einhvern hátt snerta kjör þeirra. Félagar geta þau orðið sem lokið hafa eða eru í háskólanámi eða sambærilegu námi og þau sem gegna sérfræðistörfum sem krefjast þekkingar sem alla jafnan er á háskólastigi

Skrifstofa Fræðagarðs

Þjónustuskrifstofan er til húsa í Borgartúni 6. Hún er opin virka daga frá klukkan 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.

Á skrifstofunni, sem rekin er með fjórum öðrum stéttarfélögum, er félagsfólki veitt margs konar þjónusta og upplýsingar.

Meðal verkefna hennar er að aðstoða:

• á sviði kjara- og réttindamála

• við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga

• við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags

• við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim

• við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur

Aðild að Fræðagarði

Félagsaðild er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi. Félagar í Fræðagarði starfa bæði hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði.

Fræðagarður er aðili að Bandalagi háskólamanna og njóta félagar þess aðildar að sjóðum BHM. Fræðagarður hefur undanfarin ár verið það aðildarfélag BHM sem vex hraðast.

Fræðagarður í tölum

    0%
    Félagsfólk Fræðagarðs starfar hjá ríki og sveitarfélögum en 35% félagsfólks starfar á almennum vinnumarkaði.
    0
    Félagsfólki í Fræðagarði fjölgar ört og eru nú um 3800 talsins
    0+
    Félagsfólk Fræðagarðs hefur fjölbreytta menntun og meðal þeirra er að finna yfir 100 tegundir af háskólanámi.

Saga félagsins

Stéttarfélagið Fræðagarður var stofnað þann 18. júní 2008 með sameiningu kjaradeildar Félags íslenskra fræða og Útgarðs. Með þessari stofnun sameinuðust tvö félög sem kjarna fortíð, nútíð og framtíð háskólamenntunar og vinnumarkaðs á Íslandi.

Fræðagarður er stærsta aðildarfélag BHM og er ört vaxandi enda er þetta sá félagsskapur sem endurspeglar framtíðina, samfélag þar sem fjölbreytileiki, þverfagleg vinnubrögð og nýsköpun á vinnumarkaði skipta máli.

Stjórn Fræðagarðs

Stjórn Fræðagarðs ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu. Stjórnin fer með umboð félagsins til kjarasamninga.

Stjórn félagsins skal skipuð sjö fullgildum félagsmönnum, löglega kjörnum í rafrænni kosningu sem fram fer fyrir aðalfund. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn, en formaður til fjögurra ára. Tveir varamenn eru kosnir til eins árs.

Fundargerðir stjórnarfunda

Faghópar Fræðagarðs

Faghópar vinna að framgangi sinna fagstétta og stuðla að aukinni þekkingu og framþróun hver á sínu sviði. Faghópar bera ábyrgð á innra skipulagi sínu, starfa í samræmi við starfsreglur sem stjórn félagsins setur þeim og eru stjórn til ráðgjafar.

Faghópar Fræðagarðs eru eftirfarandi:

  • Faghópur safnmanna
  • Faghópur talmeinafræðinga
  • Faghópur íþróttafræðinga
  • Faghópur djákna
  • Faghópurtómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi
  • Faghópur listmeðferðarfræðinga
  • Faghópur táknmálstúlk

Hvaða félagi sem er í Fræðagarði getur stofnað faghóp út frá ákveðnum skilyrðum.

Lög og samþykktir félagsins

Í lögum félagsins er meðal annars kveðið á um hlutverk Fræðagarðs, reglur varðandi félagsaðild og ábyrgð stjórnar auk lýsinga á starfsemi félagsins.

Auk laganna má benda á samþykktir félagsins, m.a.

Aðalfundir Fræðagarðs

Aðalfundur Fræðagarðs hefur æðsta vald í öllum málum félagsins og skal haldinn í febrúar ár hvert. Stjórn getur ákveðið að skipuleggja staðarfund, rafrænan fund, eða blöndu af þessu tvennu. Boðun á aðalfund skal send með rafrænum hætti til félagsmanna með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara

Hönnunarstaðall Fræðagarðs

Allt efni sem Fræðagarður sendir frá sér skal vera samkvæmt hönnunarstaðli.

Í hönnunarstaðli er að sjá reglur og útfærslur á notkun merkis, leturgerðir og reglur um litaval í kynningarefni og merkingum. Þar eru merki og aðrir grafískir þættir á vektoraformi sem hægt er að sækja ef skjalið er opnað í myndvinnsluforriti.