Beint í efni

Styrkir til atvinnulausra

Fræðagarður styður við bakið á félagsfólki sem er atvinnulaust og kýs að greiða félagsgjald af atvinnuleysisbótum til félagsins. Þá hafa atvinnulausir félagar einnig aðgang að sjóðum BHM ef greitt er félagsgjald af atvinnuleysisbótum til Fræðagarðs.

Styrkur Fræðagarðs

Atvinnulaust félagsfólk sem greiðir iðgjöld til Fræðagarðs af atvinnuleysisbótum getur sótt um styrk fyrir allt að 100.000 kr. á ári til að sækja endurmenntun eða sjálfsstyrkingu að eigin vali. Skrifstofa Fræðagarðs tekur á móti umsóknum og afgreiðir þær en hægt er að senda inn umsókn með því að senda inn fyrirspurn í gegnum vef Fræðagarðs. Athugið að styrkgreiðslur eru greiddar beint til framkvæmdaaðila.

Réttindi atvinnulausra í sjóðum BHM

Aðstoð Fræðagarðs

Ef þú ert enn með spurningar sem ekki er svarað hér fyrir ofan hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu Fræðagarðs.

Þú getur sent inn fyrirspurn, til dæmis varðandi réttindi atvinnulausra félaga.

Þú getur líka stofnað formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrár kerfi okkar, til dæmis vegna umfangsmikilla eða viðkvæmra erinda

Loks má bóka símtal við sérfræðing, ef þú heldur að það eigi betur við.

Þjónustuskrifstofa Fræðagarðs er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.