Beint í efni

Stefnumótun Fræðagarðs

Stjórn Fræðagarðs fór á árinu í stefnumótunarvinnu til að móta framtíðarsýn félagsins og starf næstu misserin.

Guðrún Ragnarsdóttir hjá Strategíu var fengin til að halda utan um stefnumótunarfundi stjórnar og starfsfólks Fræðagarðs á haustmánuðum 2022. Markmiðið með verkefninu var að skýra betur gildi Fræðagarðs, hlutverk og framtíðarsýn.

Í kjölfarið vann formaður að aðgerðaráætlun stjórnar og starfsáætlun félagsins í samvinnu með Guðrúnu sem markar leið félagsins næstu misseri.

Stjórn félagsins samþykkti í nóvember 2022 uppfærða skilgreiningu á hlutverki, framtíðarsýn og gildum Fræðagarðs.

Haukur Logi Jóhansson varamaður í stjórn Fræðagarðs á stefnumótunarfundi félagsins.

Gildi Fræðagarðs

Gildi Fræðagarðs eru framsýni, jafnrétti og ábyrgð.