Stjórn Fræðagarðs
Stjórn félagsins er skipuð sjö aðalfulltrúum og tveimur til vara. Formaður og varaformaður eru kjörnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Aðalmenn í stjórn eru kjörnir til tveggja ára í senn og varamenn til eins árs í senn. Stjórn Fræðagarðs ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu. Þú getur lesið þér nánar til um hlutverk stjórnar í lögum Fræðagarðs.

Brynhildur var kosin formaður Fræðagarðs í byrjun árs 2022 en hún hefur langa reynslu af félagsstörfum og hefur setið í stjórn Fræðagarðs frá árinu 2019. Brynhildur er með B.A. gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og M.A. og M.Phil. gráðu í enskum bókmenntum frá Columbia University í Bandaríkjunum. Áður en Brynhildur tók við starfi formanns Fræðagarðs þá starfaði hún sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands frá árinu 2011. Kjörtímabil Brynhildar er frá 2022 til 2026.

Helga var kosin varamaður í stjórn Fræðagarðs árið 2009 og svo aðalmaður árið 2010. Á árunum 2010 til 2020 sinnti Helga störfum sem gjaldkeri félagsins og var síðan kjörin varaformaður árið 2020 og hefur gegnt því embætti síðan þá. Helga er með B.A. próf í stjórnmála- og hagfræði og starfar sem aðalbókari ferðaþjónustufyrirtækja. Kjörtímabil Helgu sem varaformaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2025.

Linda Björk var varamaður í stjórn Fræðagarðs árin 2017 og 2018. Hún var svo kosin aðalmaður í stjórn félagsins árið 2019 og sinnti störfum ritara stjórnar þangað til árið 2023 þegar Linda endurnýjaði umboð sitt sem aðalmaður í stjórn og tók við stöðu gjaldkera félagsins. Linda Björk er íslensku- og talmeinafræðingur að mennt með B.A. gráðu í íslensku og M.Sc. gráðu í talmeinafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem talmeinafræðingur á endurhæfingardeild Landspítala og hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Kjörtímabil Lindu Bjarkar sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2025.

Inga María var kosin aðalmaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2022. Hún er með M.A.-gráðu frá Columbia University í New York og þar áður B.Ed gráðu í grunnskólafræðum. Inga María hefur verið félagi í Fræðagarði síðan árið 2016 og hefur m.a. starfað fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarbókarsafn Reykjavíkur og skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Kjörtímabil Ingu Maríu sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2022 til 2024.

Sunna var kjörin aðalmaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2022. Hún er með B.Sc. í sálfræði og M.Sc. í mannauðsstjórnun. Sunna rekur ráðgjafafyrirtækið Vinnuhjálp sem sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu á sviði mannauðsmála. Kjörtímabil Sunnu sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2022 til 2024.

Sigrún var kjörin aðalmaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2022. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt og starfar sem verkefna- og viðburðastjóri hjá Samfylkingunni. Hún hefur m.a. starfað við menningarstofnanir, innan opinberrar stjórnsýslu og hjá sendiráði Íslands í Osló. Kjörtímabil Sigrúnar sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2022 til 2024.

Íris Halla var kosin aðalamaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2023. Íris Halla er með B.A. próf Uppeldis-og menntunarfræðum, M.A. í Náms- og starfsráðgjöf og M.A. í mannauðsstjórnun. Hún starfar hjá Vinnumálastofnun. Kjörtímabil Íris Höllu sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2025.

Andrés var kosinn varamaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2023. Hann er með B.A. í sagnfræði, diplómu í Skjalfræði frá HÍ og MBA frá Háskóla Íslands. Andrés starfar á Borgarskjalasafni Reykjavíkur og er kjörtímabil hans sem varamaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2024.

Eðvald Einar var kjörinn varamaður í stjórn Fræðagarðs árið 2020 og svo aðalmaður árið 2021 en þá sinnti hann störfum gjaldkera. Á aðalfundi árið 2023 var hann síðan kjörinn varamaður í stjórn félagsins. Eðavald Einar er með B.A. í uppeldis- og menntunarfræðum og M.A. í menningarstjórnun ásamt því að vera með framhalds diplóma gráðu í jafnréttisfræðum. Hann starfar sem sérfræðingur hjá umboðsmanni barna og kjörtímabil hans sem varmaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2024.
Stjórn Fræðagarðs 2023 - 2024
