Beint í efni

Stjórn Fræðagarðs

Stjórn félagsins er skipuð sjö aðalfulltrúum og tveimur til vara. Formaður og varaformaður eru kjörnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Aðalmenn í stjórn eru kjörnir til tveggja ára í senn og varamenn til eins árs í senn. Stjórn Fræðagarðs ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu. Þú getur lesið þér nánar til um hlutverk stjórnar í lögum Fræðagarðs.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Formaður Fræðagarðs

Brynhildur var kosin formaður Fræðagarðs í byrjun árs 2022 en hún hefur langa reynslu af félagsstörfum og hefur setið í stjórn Fræðagarðs frá árinu 2019. Brynhildur er með B.A. gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og M.A. og M.Phil. gráðu í enskum bókmenntum frá Columbia University í Bandaríkjunum. Áður en Brynhildur tók við starfi formanns Fræðagarðs þá starfaði hún sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands frá árinu 2011. Kjörtímabil Brynhildar er frá 2022 til 2026.

Helga B. Kolbeinsdóttir
Varaformaður

Helga var kosin varamaður í stjórn Fræðagarðs árið 2009 og svo aðalmaður árið 2010. Á árunum 2010 til 2020 sinnti Helga störfum sem gjaldkeri félagsins og var síðan kjörin varaformaður árið 2020 og hefur gegnt því embætti síðan þá. Helga er með B.A. próf í stjórnmála- og hagfræði og starfar sem aðalbókari ferðaþjónustufyrirtækja. Kjörtímabil Helgu sem varaformaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2025.

Linda Björk Markúsardóttir
Gjaldkeri

Linda Björk var varamaður í stjórn Fræðagarðs árin 2017 og 2018. Hún var svo kosin aðalmaður í stjórn félagsins árið 2019 og sinnti störfum ritara stjórnar þangað til árið 2023 þegar Linda endurnýjaði umboð sitt sem aðalmaður í stjórn og tók við stöðu gjaldkera félagsins. Linda Björk er íslensku- og talmeinafræðingur að mennt með B.A. gráðu í íslensku og M.Sc. gráðu í talmeinafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem talmeinafræðingur á endurhæfingardeild Landspítala og hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Kjörtímabil Lindu Bjarkar sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2025.

Inga María Leifsdóttir
Ritari

Inga María var kosin aðalmaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2022. Hún er með M.A.-gráðu frá Columbia University í New York og þar áður B.Ed gráðu í grunnskólafræðum. Inga María hefur verið félagi í Fræðagarði síðan árið 2016 og hefur m.a. starfað fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarbókarsafn Reykjavíkur og skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Kjörtímabil Ingu Maríu sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2022 til 2024.

Sunna Arnardóttir
Meðstjórnandi

Sunna var kjörin aðalmaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2022. Hún er með B.Sc. í sálfræði og M.Sc. í mannauðsstjórnun. Sunna rekur ráðgjafafyrirtækið Vinnuhjálp sem sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu á sviði mannauðsmála. Kjörtímabil Sunnu sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2022 til 2024.

Sigrún Einarsdóttir
Meðstjórnandi

Sigrún var kjörin aðalmaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2022. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt og starfar sem verkefna- og viðburðastjóri hjá Samfylkingunni. Hún hefur m.a. starfað við menningarstofnanir, innan opinberrar stjórnsýslu og hjá sendiráði Íslands í Osló. Kjörtímabil Sigrúnar sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2022 til 2024.

Íris Halla Guðmundsdóttir
Meðstjórnandi

Íris Halla var kosin aðalamaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2023. Íris Halla er með B.A. próf Uppeldis-og menntunarfræðum, M.A. í Náms- og starfsráðgjöf og M.A. í mannauðsstjórnun. Hún starfar hjá Vinnumálastofnun. Kjörtímabil Íris Höllu sem aðalmaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2025.

Andrés Erlingsson
Varamaður

Andrés var kosinn varamaður í stjórn Fræðagarðs í byrjun árs 2023. Hann er með B.A. í sagnfræði, diplómu í Skjalfræði frá HÍ og MBA frá Háskóla Íslands. Andrés starfar á Borgarskjalasafni Reykjavíkur og er kjörtímabil hans sem varamaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2024.

Eðvald Einar Stefánsson
Varamaður

Eðvald Einar var kjörinn varamaður í stjórn Fræðagarðs árið 2020 og svo aðalmaður árið 2021 en þá sinnti hann störfum gjaldkera. Á aðalfundi árið 2023 var hann síðan kjörinn varamaður í stjórn félagsins. Eðavald Einar er með B.A. í uppeldis- og menntunarfræðum og M.A. í menningarstjórnun ásamt því að vera með framhalds diplóma gráðu í jafnréttisfræðum. Hann starfar sem sérfræðingur hjá umboðsmanni barna og kjörtímabil hans sem varmaður í stjórn félagsins er frá 2023 til 2024.

Stjórn Fræðagarðs 2023 - 2024