Beint í efni

Siðareglur stjórnar

Þessar reglur eru félagsmönnum okkar til leiðbeiningar í starfi.

Þessar reglur eru félagsfólki okkar til leiðbeiningar í starfi.

1. gr. Fræðagarður er stéttarfélag háskólamenntaðs starfsfólks og vill veita öllum faghópum sem að félaginu standa stuðning í kjarabaráttu með jöfnuð, réttlæti og sanngirni að leiðarljósi.

2. gr. Félagsfólk Fræðagarðs sinnir störfum sínum af kostgæfni í samræmi við þau gildi og siðareglur sem viðkomandi starfsstétt hefur að leiðarljósi og menntun þeirra leggur þeim á herðar, hvað varðar þekkingarleit og fagleg vinnubrögð. Félagsfólk lætur sig varða góða starfshætti á eigin fræðasviði.

3. gr. Félagsfólk skal bæði á vettvangi félagsins sem og í opinberri umræðu gæta þess að fara ekki í manngreinarálit og sýna öðrum virðingu og heiðarleika.

4. gr. Fræðagarður leitast við að styrkja mannlega reisn með því að beita sér gegn misvirðingu gagnvart manneskjum, þar á meðal einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

5. gr. Þau sem veljast til trúnaðarstarfa á vegum félagsins gætir þess að hafa hagsmuni Fræðagarðs ávallt að leiðarljósi, meðal annars með því að láta tímabundið eða alfarið af trúnaðarstörfum komi upp álitamál er varða þá persónulega.

6. gr. Félagsfólk sem vill koma á framfæri ábendingu um brot á siðareglum félagsins senda skriflegt erindi til stjórnar félagsins.

7. gr. Ef ábending tengist trúnaðar- eða stjórnarmanni skal sá aðili ekki koma að afgreiðslu máls og stjórn er heimilt að leita sér utanaðkomandi ráðgjafar.

8. gr. Stjórn svarar ábendingum og finnur þeim farveg.

Samþykkt af stjórn Fræðagarðs 17. október 2022