Opið fyrir rafrænar kosningar til stjórnar
Í ár er kosið tvo aðalmenn í stjórn auk tveggja varamanna í stjórn. Fjöldi atkvæða í stjórnarkjöri ræður skipan, tveir efstu í kjörinu verða aðalmenn og tveir næstu varamenn.

Rafræn kosning
Framboðsfrestur til stjórnar Fræðagarðs rann út á fimmtudaginn síðasta (9. febrúar). Sjö framboð bárust kjörstjórn félagsins og kynningu á frambjóðendum má sjá hér fyrir neðan.
Opið er fyrir rafræna kosningu til klukkan 12:00 á hádegi þann 20. febrúar. Niðurstöður kosninga verða kunngjörðar á vefsíðu félagsins um leið og úrslit liggja fyrir.
Hægt er að kjósa með því að fara inn á www.bhm.is/kosning og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
Ef vandamál koma upp er hægt að senda inn fyrirspurn á skrifstofu félagsins.

Andrés Erlingsson
Ég hef mikla reynslu af stjórnarstörfum tengd kjara- og réttindabaráttu starfsmanna á vinnumarkaði síðustu 17 árin. Þá hafa störf mín sem stjórnarmaður BHM síðustu þrjú ár verið afar krefjandi í ljósi þeirra áskorana sem hafa verið í samfélaginu og heiminum öllum.
Netfang: andreserlingsson@gmail.com
Sími: 8206781

Brynjar Huldu Harðarson
Ég heiti Brynjar Huldu Harðarson, genginn á 53. aldursár, fæddur og uppalinn í Keflavík ásamt því að eyða all flestum sumrum hjá ömmu og afa á Laugarvatni fram á unglingsár. Ég starfa sem verkefnastjóri með sértæka ábyrgð í Heiðarskóla í Reykjanesbæ, hef umsjón með bókasafninu og er með tölvuumsjón.

Eðvald Einar Stefánsson
Ég heiti Eðvald Einar og ég býð mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í Fræðagarði. Ég hef verið í stjórn Fræðagarðs í 3 ár og þar af sinnt stöðu gjaldkera í stjórninni í tæpt ár. Ég hef einnig sinnt öðrum krefjandi störfum í þágu félagsins í gegnum tíðina m.a. tengt kjara- og fræðslumálum og sit m.a. í Framboðsnefnd BHM fyrir hönd Fræðagarðs sem ritari.

Haukur Logi Jóhannsson
Haukur Logi Jóhannsson heiti ég og er þriggja barna faðir búsettur í Laugardalnum. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri en flutti þaðan fyrir um 18 árum síðan, þá fyrst til Danmerkur en síðar til Reykjavíkur þar sem ég hef verið búsettur allar götur síða. Í grunninn er ég menntaður stjórnmálahagfræðingur en kláraði síðar mastersnám í umhverfis- og auðlindahagfræði frá Háskóla Íslands.

Íris Halla Guðmundsdóttir
Ég býð mig fram til stjórnarsetu fyrir Fræðagarð. Ég hef verið fulltrúi fyrir Fræðagarð á aðalfundum BHM síðan 2017 og hef mikinn áhuga á kjaramálum. Menntun mín er BA próf í Uppeldis-og menntunarfræðum og MA próf í Náms- og starfsráðgjöf og bætti ég svo við mig MA í Mannauðsstjórnun á síðasta ári.

Linda Björk Markúsardóttir
Ég heiti Linda Björk Markúsardóttir, er fædd árið 1983 og býð mig fram í áframhaldandi setu í stjórn Fræðagarðs. Ég er íslensku- og talmeinafræðingur að mennt, útskrifaðist með BA gráðu í íslensku árið 2010 frá Háskóla Íslands og MSc í talmeinafræði frá þeim sama skóla árið 2013. Síðan þá hef ég starfað sem talmeinafræðingur á endurhæfingardeild Landspítala (Grensási) en starfa jafnframt sjálfstætt hjá Talsetrinu.