Beint í efni

Kynningarmál

Ýmislegt hefur gerst í kynningarmálum félagsins á síðastliðnu starfsári.

Ný vefsíða

Fræðagarður opnaði á árinu nýjan og endurbættan vef sem unninn var í samstarfi félagsins á vettvangi sameiginlegrar þjónustuskrifstofu þess með fjórum öðrum stéttarfélögum innan BHM og var Hugsmiðjan fengin til verksins.

Markmiðið með vefnum var að bæta aðgang félagsfólks og annarra að upplýsingum um stéttarfélagið og stórbæta aðgengi að kjarasamningum. Vefurinn inniheldur nú upplýsingar um kosti aðildar að félaginu og þjónustu sem félagsfólki stendur til boða, sjóði og fræðsla á vegum félagsins og BHM. Í fyrsta sinn er nú boðið upp á rafrænt gagnvirkt aðgengi að öllum kjarasamningum Fræðagarðs. Þannig er hægt að fletta í þeim, afrita texta og gögn auk þess sem forritað var sérstakt leitarkerfi sem ætlað er að stórbæta aðgangi að kjarasamningstextum. Þessi lausn hefur vakið verðskuldaða athygli og hefur fjöldi stéttarfélaga þegar leitað til skrifstofunnar eftir frekari upplýsingum um hana.

Nýr hönnunarstaðall

Til að gera þjónustu félagsins sýnilegri var komið upp sérstöku formi til að stofna þjónustubeiðni sem fer þá strax til afgreiðslu í málaskrárkerfinu okkar sem og að senda inn fyrirspurn og bóka símtal við sérfræðing.

Vefsíða Fræðagarðs er birt á íslensku og ensku og unnið er að pólskri útgáfu vefsins.

Enn fremur var leitað til ENNEMM til að uppfæra ásýnd félagsins á rafrænum miðlum og gera gildi félagsins, framsýni, jafnrétti og ábyrgð hátt undir höfði.