Fara í efni

Reglur Fræðagarðs um þóknun

Reglur þessar gilda um þá aðila sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Fræðagarð. Þær gilda um þóknanir til kjörinna eða tilnefndra fulltrúa félagsins sem sitja fundi í stjórn félagsins eða fyrir hönd félagsins, taka sæti í nefndum eða starfshópum, ef annar aðili greiðir ekki þóknun fyrir þau störf.

Formaður Fræðagarðs þiggur ekki þóknun samkvæmt reglum þessum enda hefur stjórn gert við hann ráðningarsamning.

 1. Þóknunareining félagsins er yfirvinnutímakaup (1,0385%) samkvæmt launaflokki 17.4 í samningum Fræðagarðs við ríkið, sem er meðaltal launa félagsfólks Fræðagarðs.
 2. Lágmarksþóknun fyrir hvern fund er 2 þóknunareiningar. Lágmarksþóknun fyrir stjórnarfundi er 2,5 þóknunareiningar. Lágmarksþóknun varaformanns, ritara og gjaldkera á stjórnarfundum eru 3,5 þóknunareiningar. Fundarseta um helgar skal metin til launa skv. gildandi kjarasamningum við ríkið.
 3. Almennt er undirbúningstími innifalinn í lágmarksþóknun en þó er heimilt að víkja frá þeirri reglu ef þátttaka í fundi krefst mikils undirbúnings. Slíkt skal að jafnaði ræða fyrirfram og bóka ákvörðun í fundargerð.
 4. Heimilt er að greiða stjórnarfólki aukaþóknunareiningar vegna vinnu sem framkvæmd er milli funda og er umfram hefðbundinn undirbúning. Slíkt skal að jafnaði ræða fyrirfram og bóka ákvörðun í fundargerð.
 5. Formaður er starfsmaður Fræðagarðs í fullu starfshlutfalli. Ákvarðanir um laun og kjör eru teknar af stjórn.
 6. Vegna tölvupóstsamskipta fá kjörnir fulltrúar í stjórn 2 þóknunareiningar á mánuði til að koma til móts við vinnu utan funda, en þó er heimilt að víkja frá þeirri reglu.
 7. Risna er ekki greidd nema heimildar sé aflað fyrirfram hjá stjórn og bókað í fundargerð.
 8. Kjörnir eða tilnefndir fulltrúar skulu sjálfir halda bókhald um þátttöku sína á fundum þar sem tilefni fundar og dagsetning kemur fram og skila til gjaldkera. Gjaldkeri og/eða formaður félagsins skulu fara yfir fjölda þóknunareininga áður en þeim er skilað til greiðslu hjá þjónustuskrifstofu félagsins.
 9. Þóknunareiningar eru almennt greiddar út tvisvar á ári, í júní og desember.
 10. Kílómetragjald er greitt fyrir hvern fund utan rafrænna funda. Gjaldið skal samsvara kílómetrafjölda í akstri til og frá fundi og miðast við akstursgjald hverju sinni eins og það er ákveðið af ferðakostnaðarnefnd Stjórnarráðsins. Þjónustuskrifstofa aðgreinir kílómetragjald frá þóknun í því skyni að gjaldið sé undanþegið staðgreiðslu skatta.
 11. Stjórn félagsins getur breytt þessum reglum á stjórnarfundi sem hefur verið boðaður með lögmætum hætti.

Samþykkt af stjórn Fræðagarðs 10. maí 2021