Fara í efni

Fréttir

Stjórnarkjör

Aðalfundur Fræðagarðs verður haldinn þann 28. febrúar nk. kl. 16:30. Stjórn Fræðagarðs skal skipuð sjö fullgildum félagsmönnum, löglega kjörnum í rafrænni kosningu sem ljúka þarf eigi síðar en degi fyrir aðalfund. Reglur félagsins kveða á um að kosið sé sérstaklega um embætti formanns og embætti varaformanns. Hins vegar er kosið sameiginlega um aðra stjórnar- og varastjórnarmeðlimi þar sem fjöldi atkvæða ræður sæti. Nú er kosið um embætti varaformanns, tvö meðstjórnarsæti og tvö varastjórnarsæti og því óskað eftir framboðum í þau sæti.
11.01.19
Fréttir

Jóla- og nýárskveðjur

Ágætu félagar í Fræðagarði. F.h. stjórnar félagsins sendi ég ykkur hugheilar jóla- og nýárskveðjur! Frá því í september höfum við haldið sjö upplýsinga- og fræðslufundi víða um land. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að hitta svo mörg ykkur á þessum fundum og við stefnum að því að halda áfram að bjóða upp á slíkt samtal.
13.12.18
Fréttir

Félagsfundur Fræðagarðs 28. nóvember

Í framhaldi af endurnýjun kjarasamnings félagsins við ríkið í febrúar s.l. ræddi stjórn félagsins um mikilvægi þess að félagið stæði fyrir kynningu á starfsemi félagsins, kynningu á sjóðum BHM til að auðvelda félagsmönnum að nýta sér þá og ennfremur að heyra sjónarmið félagsmanna í grasrót félagsins varðandi komandi samninga við bæði ríki og sveitarfélög, sem verða lausir í lok mars 2019. Við stefnum að fundi í Borgartúni 6, 4. hæð 28.nóvember kl. 12-14, fundinum verður streymt.
26.11.18
Fréttir

Morgunfundur um lífeyrismál

Þriðjudaginn 27. nóvember nk. stendur BHM fyrir opnum morgunfundi um lífeyrismál. Þar verður fjallað um grunnþætti íslenska lífeyriskerfisins, það borið saman við lífeyriskerfi nágrannalandanna og vikið að mögulegri framtíðarþróun kerfisins. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) og er áætlað að hann standi frá kl. 9:00 til 10:30.
31.10.18
Fréttir

Námskeið fyrir félagsmenn Fræðagarðs á einkamarkaði.

Í dag 30. okt. verður haldið námskeið fyrir starfsfólk á einkamarkaði sem ber heitið: Að ráða sig til starfa. Eins og nafnið gefur til kynna er sjónum þátttakenda beint að þeim sjálfum sem starfsmönnum, starfsumhverfi, starfslýsingum, ráðningarsamningum, launakjörum og réttindum.
30.10.18
Fréttir

Gleymda stéttin

Í umræðu um kjaramál síðustu vikurnar hefur athyglin beinst að þeim lægst launuðu. Frá hruni hefur það oft verið áherslan. Krónutöluhækkanir hafa orðið niðurstaðan oftar en einu sinni. Það er ekki að ástæðulausu að ófaglærðir starfsmenn með lægstu launin hafi ítrekað bent á bága stöðu sína. En það hafa líka aldraðir einstaklingar, öryrkjar og yngra fólk sem vill eignast húsnæði en getur það ekki þar sem það kemst ekki í gegnum greiðslumat og á því eingöngu um að velja leigumarkað og/eða húsnæði hjá foreldrum.
17.10.18
Fréttir

Afmælishátíð

Árið 1976 var uppi sú staða, að þeir háskólamenn á íslenskum vinnumarkaði sem ekki rúmuðust innan fagstéttarfélaga í Bandalagi háskólamana urðu að fá einstaklingsaðild að BHM, en það er nokkuð sem ekki er mögulegt í dag.
28.05.18
Fréttir

Устав Fræðagarður на английском, польском и русском n

Fræðagarður объединяет представителей многих профессий, и члены профсоюза говорят на нескольких языках. Для удовлетворения потребностей членов профсоюза, которые не владеют исландским языком или испытывают трудности с пониманием устава профсоюза, совет решил издать устав профсоюза на исландском, английском, польском и русском языках и разместить его на Интернет-сайте профсоюза. Адрес размещения устава: https://www.fraedagardur.is/is/um-felagid/log-fraedagards
29.04.18
Fréttir

The statutes of Fræðagarður in English, Polish and Russian.

Fræðagarður is a union of many professions and the members speak several languages. In order to meet the needs of members who do not speak Icelandic or who have difficulties understanding the union’s statutes, the board decided to publish the union’s statutes in Icelandic, English, Polish and Russian on the union’s website. The URL is: https://www.fraedagardur.is/is/um-felagid/log-fraedagards
29.04.18
Fréttir

Statut Fræðagarður w języku angielskim, polskim i rosyjskim

Fræðagarður to związek zrzeszający wiele zawodów, a jego członkowie posługują się kilkoma różnymi językami. Aby wyjść naprzeciw potrzebom członków nieznających języka islandzkiego lub tych, którzy mają trudności w zrozumieniu statutu związku, zarząd postanowił opublikować statut w języku islandzkim, angielskim, polskim i rosyjskim na swojej stronie internetowej. Dokument znajduje się pod
29.04.18
Fréttir