Fara í efni

Viðræður við Reykjavík og samband sveitarfélaga

Enginn fundur hefur verið boðaður til frekari viðræðna við Reykjavíkurborg. Síðasti fundur var haldinn 4. desember. Áherslur aðila eru mjög ólíkar.

Enn er ekki búið að ljúka fullnustu síðasta kjarasamnings við sveitarfélögin og viðræður um nýjan samning ekki hafnar. Á nýju ári þarf að móta kröfugerð vegna komandi viðræðna. Starfsmatið hefur sýnt sig að ná illa utan um meirihluta félagsmanna okkar. Ef halda á áfram með starfsmatið, þá þarf að gera á því verulegar breytingar, sem ekki hefur fundist vilji til að ræða hinum megin við borðið.