Fara í efni

Vegna funda um starfsmat í janúar og febrúar 2020.

 

Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga sendu erindi á félagsmennsína í þeim tilgangi að undirbúa viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga um endurnýjun kjarasamnings aðila. Þótti félögunum mikilvægt að heyra í félagsmönnum varðandi reynslu þeirra af þróun kjaramála undanfarin ár og þá sérstaklega af áhrifum starfsmatsins. Félagsfundirnir voru 11 alls.

Um 640 félagsmenn félaganna fjögurra hjá sveitarfélögunum á landsvísu fengu fundarboð í tölvupósti (Reykjavík er undanskilin), þar af um 520 hjá Fræðagarði. Formaður hringdi til 86 félagsmanna í Fræðagarði í aðdraganda fundanna og sendi 101 tölvupóst til ítrekunar á fundartíma og -stað. Margir ræddu við formann um starfsmatið í síma og sumir sendu tölvupóst með ábendingum sínum.

Ábendingar félagsmanna:

Starfsmatskerfið sem er í notkun hér er of staðlað, gallarnir stórir og stjórnsýslan í kringum það fáránleg!

Enginn hvati til að afla sér aukinnar háskólamenntunar.

Starfslýsingar óljósar.

Starfsmatskerfið stuðlar að láglaunasvæðum.

Persónubundnir þættir eru þurrkaðir út.

Diplomanám er ekki til í kerfinu.

Þarf að semja um viðbótarkafla til að gagnast háskólamenntuðum starfsmönnum.

Störf ólík eftir landshlutum, en allt gengur út á samanburð sem er varla mögulegur.

Starfsmenn fengu ekki að sjá forsendur 2015 þegar samið var um starfsmat. Við vorum plötuð!

Fámennið skapar nánd, þú ert alltaf í vinnunni, en það er hvergi metið.

Öll starfsreynsla nýtist, en það er alls ekki metið í kerfinu.

Það svarar ekki kostnaði að eyða tíma í að svara starfsmatsspurningum. Þú færð engan framgang hvort sem er.

Þarf óunna yfirvinnutíma til að halda í háskólamenntað fólk, því starfsmatið er svo lágt.

Ómenntaðir starfsmenn eru titlaðir sérfræðingar.

Skilgreiningu á ábyrgð er ábótavant.

Allt miðast við valdapýramída, undirmenn vinna öll verkin og fá ekkert fyrir, en yfirmenn fá stórfé fyrir að skrifa stafina sína á fullunnið blað.

Endurmatsleiðin er mannskemmandi. Enginn ætti að fara í gegnum það ferli.

Við sitjum eftir í launum.

Samvinna er skki skilgreind í starfsmati.

Generalistar, sem geta tekið að sér fjölbreytt störf njóta ekki sannmælis í starfsmati. Þetta er oft verðmætasta fólkið, sem vinnur ekki í “kassa”.

Kerfið virkar gamalt og úrelt.

Vantar menntað vinnuafl út á land. Starfsmatið hjálpar ekki.

Vantar rými í starfsmati fyrir þróun starfa.

Flestir stóðu í stað eða lækkuðu miðað við báðabirgðaröðun.

Starfsmatið er tímasóun.

Sveitarfélög utan Reykjavíkur eru ljósárum á eftir í launasetningu.

Enginn vill fara sftur í gegnum starfsmat.

Semja þarf um launasetningu á undan styttingu vinnuviku.

Þeir sem eru með marga hatta njóta þess ekki undir starfsmati.

Hátt skor í viðtali skilaði sér illa í starfsmati.

Þetta gengur ekki eins og það er!

Kerfið gengur ekki upp.

Niðurbrjótandi kerfi.

Mannaforráð undirmanna metin sem núll!

Stéttarfélög annarra en háskólamenntaðra fá álag vegna fleiri ECTS eininga sem er aflað á ráðningartímanum en við ekki.

Þarf kerfi í takt við vinnumarkaðinn.

Jafnlaunavottun mun engin áhrif hafa á þetta starfsmatskerfi.

Fyrirsjáanleg kaupmáttarrýrnun til margra ára.

 Heitar umræður sköpuðust á flestum fundanna og sumir félagsmenn voru verulega ósáttir við sína stöðu undir starfsmatinu.