Fara í efni

Varaformannskosning

Vilt þú bjóða þig fram til embættis varaformanns Fræðagarðs?

Auglýst er eftir framboðum til varaformanns Fræðagarðs. Framboð þurfa að hafa borist fyrir miðnætti 11. mars á tölvupóstfangið fraedagardur@fraedagardur.is. Með framboði þurfa að fylgja kynningartexti að hámarki 400 orð,  

Frambjóðendur hafa svo frest til miðnættis þann 15. mars að senda inn slóð á kynningarmyndband sem þeir hýsa sjálfir, t.d. á YouTube.

Rafræn kosning hefst þann 26. mars og lýkur á miðnætti þann 1.apríl

Niðurstöður kosninga verða kynntar á framhaldsaðalfundi Fræðagarðs þann 2. apríl.

Tímalína

  • 4. mars – Auglýst eftir framboðum
  • 11. mars – Framboðsfrestur rennur út
  • 15. mars – Skila á slóð á kynningarvídeó
  • 16. mars – Kynning send út
  • 26. mars – Kosning hefst
  • 1. apríl – Kosningu lýkur
  • 2. apríl – Framhaldsaðalfundur Fræðagarðs

Kynning frambjóðenda

Viljir þú bjóða fram krafta þína sem varaformaður í Fræðagarði skalt þú senda tilkynningu á netfangið fraedagardur@fraedagardur.is. Kynning fylgi með sem inniheldur upplýsingar um stefnumál og æviágrip viðkomandi (400 orð) sem og rafræn ljósmynd sem send verður út í passamyndastærð. Einnig er heimilt að vísa á vefsíðu, samfélagsmiðla eða slóð með kynningarmyndbandi (ekki lengri en 4 mínútur).  Kjörstjórn hvetur frambjóðendur til að útbúa kynningarmynd fyrir kosningabaráttuna.

Framboð eru svo sett fram á samræmdan hátt til útsendingar og birtingar með tölupósti og á vefsíðu og fésbókarsíðu Fræðagarðs. Að öðrum kosti vísum við í verklagsreglur kjörstjórnar FRG og framkvæmd rafrænna kosninga FRG sem má nálgast á vef Fræðagarðs.

 Nánari upplýsingar eru veittar í síma 595-5165 og í tölvupósti fraedagardur@fraedagardur.is.