Fara í efni

Stytting vinnuvikunnar

Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM sem voru undirritaðir árin 2019-2021 er að finna ákvæði um breytingu á vikulegum virkum vinnutíma. Vinnuvikan hefur verið 40 stundir í nærri hálfa öld, eða frá undirritun laga um 40 stunda vinnuviku árið 1971, og ljóst er að margt hefur breyst á þeim tíma. Með kjarasamningunum var stigið mikilvægt skref í átt að auknum lífsgæðum starfsmanna.

Umræðan um hvernig breyta má skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna er hafin á flestum vinnustöðum en mikilvægt er að allir hlutaðeigandi aðilar séu upplýstir um ferlið og hvað er gott að hafa í huga þegar verið er að útfæra styttingu vinnuvikunnar.

Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum.

Með því að smella HÉR geta félagsmenn Fræðagarðs kynnt sér frekari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar.