Fara í efni

Starfsfólk sveitarfélaga fær launahækkun

Félagsfólk Fræðagarðs hjá sveitarfélögum fær 10.500 kr. launahækkun frá á með 1. apríl næstkomandi.

Þessi launahækkun er á grundvelli við kjarasamninga við sveitarfélögin frá árinu 2020 þar sem kveðið er á um eftirfarandi: „Komi til þess að samkomulag náist á almennum vinnumarkaði um breytingu á kjarasamningi þeirra, svo sem vegna hagvaxtarauka, skulu aðilar taka upp viðræður um hvort og þá með hvaða hætti slík breyting taki gildi gagnvart samningum aðila“.

Á síðustu dögum náðu aðilar á almennum markaði samkomulagi um greiðslu hagvaxtarauka til starfsfólks á almennum markaði. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú ákveðið að fara sömu leið og greiða starsfólki sveitarfélaga einnig út hagvaxtarauka.

Launatöflur sveitarfélaganna hækka því um sem nemur 10.500 krónum á mánuði frá og með 1. apríl 2022.