Atkvæðagreiðsla hefst 10. júlí um samning við Samband ísl. sveitarfélaga
Atkvæðagreiðsla hefst 10. júlí um samning við Samband ísl. sveitarfélaga
07.07.20
Fréttir
Um miðnætti 1. júlí skrifuðu Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga undir nýjan samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn gildir til 31. desember 2021. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum 8. júlí á Akureyri, 9. júlí á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ. 10. júlí verður samningurinn kynntur í Borgartúni 6 í Reykjavík og verður þeim fundi streymt. Síðan hefst atkvæðagreiðsla sem stendur til 16. júlí.