Fara í efni

Atkvæðagreiðsla hefst 10. júlí um samning við Samband ísl. sveitarfélaga

Um miðnætti 1. júlí skrifuðu Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga undir nýjan samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn gildir til 31. desember 2021. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum 8. júlí á Akureyri, 9. júlí á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ. 10. júlí verður samningurinn kynntur í Borgartúni 6 í Reykjavík og verður þeim fundi streymt. Síðan hefst atkvæðagreiðsla sem stendur til 16. júlí.