Fara í efni

Safnafólk fundar vegna sveitarstjórnarkosninga

Fagdeild safnafólks í Fræðagarði, FÍSOS og FÍS standa fyrir opnum fundi um stefnu framboða í sveitarstjórnarkosningum varðandi söfnin í landinu. Fundurinn verður miðvikudaginn 25. apríl kl. 16-18 í Borgartúni 6, 3. hæð. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Fundur settur kl. 16.00. Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs býður fundarmenn velkomna

Fundarstjóri - Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri Hafnarborg, leggur nokkrar spurningar fyrir frambjóðendur – lagt er til það fyrirkomulag að einn talsmaður fyrir hvern flokk svari hverri spurningu 

• Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna? 

• Hvaða er að ykkar mati hlutverk safna í ykkar sveitarfélagi?

• Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?

Að loknum þessum spurningum er boðið upp á spurningar úr sal 

Kaffiveitingar eru í lok fundar og fundinum verður streymt beint https://livestream.com/bhm

Við eigum von á málefnalegum og líflegum fundi nú á miðvikudaginn 25. apríl en eftirtaldir flokkar/framboð hafa þekkst fundarboðið:

Íslenska þjóðfylkingin - Guðmundur Karl Þorleifsson

Alþýðufylkingin - Þorvaldur Þorvaldsson

Píratar - Dóra Björt Guðjónsdóttir, 1. sæti í Reykjavík, Elín Ýr, 1.sæti í Hafnarfirði, Hákon Helgi, 2.sæti í Kópavogi og Alexandra Briem, 3. sæti í Reykjavík 

Vinstrihreyfining - grænt framboð - Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, Einar Ólafsson 13. sæti og Þuríður Backman 19. sæti VG í Kópavogi og Elva Dögg Ásudóttir, oddviti VG í Hafnarfirði.

Framsóknarflokkurinn - Ingvar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík

Miðflokkurinn - Vígdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.

Flokkur fólksins - Kolbrún Baldursdóttir, 1. sæti í Reykjavík

Garðarbæjarlistinn - Halldór Jörgenson, 4. sæti

Viðreisn - Pawel Bartoszek, 2. sæti í Reykjavík 

Sjálfstæðisflokkurinn - Valgerður Sigurðardóttir 3. sæti í Reykjavík, Gunnar Valur Gíslason 4. sæti í Garðabæ

Samfylkingin - Hjálmar Sveinsson og Margrét Norðdahl í Reykjavík