Fara í efni

Nýr kjarasamningur við Reykjavík samþykktur

Þann 25. júní s.l. skrifuðu Fræðagarður og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga undir sameiginlegan kjarasamning við Reykjavíkurborg. Samningurinn var kynntur félagsfólki í Fræðagarði þriðjudaginn 30. júní. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst 1. júlí kl. 8:00 og stóð til 12:00 föstudaginn 3. júlí.

140 voru á kjörskrá. Samningurinn var samþykktur með 82,54% atkvæða (52/63). 45% þátttaka (63/140). Engin auð atkvæði.