Fara í efni

Námskeið og fræðsla

Ertu að huga að endurfjármögnun íbúðalána? Viltu vita hvaða lánamöguleikar eru í boði? Viltu læra um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Viltu auka eignamyndun í þínu húsnæði?

Fræðagarður býður félagsmönnum sínum á námskeið í endurfjármögnun Íbúðalána. Námskeiðið fer fram á Zoom þann 12. október kl. 17:00 til 18:30 og verður aðgengilegt í mánuð að námskeiði loknu.

 Á námskeiðinu er fjallað um

• Lánamöguleika sem eru í boði.
• Kostnað við lántöku og endurfjármögnun.
• Kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána.
• Hvernig hægt er að lækka greiðslubyrði lána.
• Hvernig hægt er að auka eignamyndun.
• Hvernig farið er í gegnum greiðslumat.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja kanna hvort hægt sé að taka hagstæðari íbúðarlán en áður, lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun.

Björn Berg Gunnarsson er fyrirlesari á námskeiðinu. Björn er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Hann hefur haldið fjölda námskeiða um íbúðalán, kaup fyrstu íbúðar, sparnað, fjárfestingar og fleira.

Hægt er að velja um að sitja námskeiðið í rauntíma eða nálgast upptöku að því loknu í mánuð eftir að námskeiðið er haldið.

Skráning á námskeið

Tölvupóstur með hlekk á skráningu á námskeið hefur verið sendur í tölvupósti á félaga. Þau sem ekki hafa orðið var við þann tölvupóstpóst geta sent á fraedagardur@fraedagardur.is og óskað eftir hlekk á skráningu. Að skráningu lokinni fá félagar sendan staðfestingarpóst um skráningu.


Þátttakendur fá sendan Zoom hlekk í tölvupósti daginn áður en námskeiðið hefst og í þeim pósti kemur jafnframt fram hvernig hægt verður að nálgast upptöku af námskeiðinu.