Fara í efni

Morgunfundur um lífeyrismál

Þriðjudaginn 27. nóvember nk. stendur BHM fyrir opnum morgunfundi um lífeyrismál. Þar verður fjallað um grunnþætti íslenska lífeyriskerfisins, það borið saman við lífeyriskerfi nágrannalandanna og vikið að mögulegri framtíðarþróun kerfisins. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) og er áætlað að hann standi frá kl. 9:00 til 10:30.

 

Nánari upplýsingar (m.a. um dagskrá, fyrirlesara og skráningu) verða birtar innan tíðar á vef og samskiptamiðlum BHM.