Fara í efni

Kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga vísað til ríkissáttasemjara

Kjaradeilu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélags lögfræðinga við Samband íslenskra sveitarfélaga var vísað til ríkissáttasemjara 3. júní. Félögin könnuðu viðhorf félagsmanna sinna til starfsmatskerfisins á fundum í kringum landið í janúar og febrúar s.l. Félagsmenn töldu starfsmatið ekki ná utan um störf háskólamenntaðra starfsmanna í félögum okkar. Ríkissáttasemjari mun væntanlega boða til fundar í nánustu framtíð.