Fara í efni

Heilsueflandi stéttarfélag

Á nýju ári verðum við heilsueflandi stéttarfélag og vonumst til að þú takir þátt í því verkefni með okkur. Við bjóðum uppá fróðlega fyrirlestra um heilsu og mataræði og tilboð hjá heilsu- og líkamsræktarstöðvum fyrir félagsmenn.

Markmiðið með verkefninu er að stuðla að betri heilsu og vellíðan og draga úr og fyrirbyggja álagstengda kvilla. Við höfum öll gott af því að rifja upp hvað er hollt og gott og hreyfing er góð hversu lítil sem hún er. Þetta er ekki flókið en samt vill það gleymast: Næg hvíld, góðar matarvenjur og regluleg hreyfing gerir okkur ánægðari.

Við vonum að þú getir nýtt þér tilboðin hjá samstarfsaðilum okkar á sviði heilsuræktar sem er að finna hér á síðunni og fyrirlestra um heilsu og hreyfingu. Fyrirlestrunum verður einnig streymt á rauntíma fyrir félagsmenn úti á landi.

Tilboðin virkjast hjá líkamsræktarstöðvunum sjálfum og á starfsfólk í móttöku að vera vel upplýst um átakið og afslættina til handa félagsmönnum okkar.

Fyrir hönd stjórnar Fræðagarðs
Marín Guðrún Hrafnsdóttir, varaformaður