Fara í efni

Fundir vegna nýs kjarasamnings við sveitarfélög

Viðræður um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hófust 9. nóvember 2021 og hafa viðræðunefndir aðila fundað 6 sinnum. Fræðagarður, Stéttarfélag lögfræðinga, Félag íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga hafa unnið saman að gerð nýs kjarasamnings, auk tveggja starfsmanna þjónustuskrifstofunnar, Hjalta Einarssyni og Júlíönu Guðmundsdóttur. Í dag var vinnufundur. Við erum að tala saman, en nýr samningur er ekki enn í burðarliðnum. Við áætlum næsta fund milli jóla og nýárs.

Samninganefnd Fræðagarðs gagnvart SNS skipa: Bragi Skúlason, Sigurður Trausti Traustason, Helga Björg Kolbeinsdóttir og Ágúst Arnar Þráinsson.

BHM félögin í heild hafa þegar hafið undirbúning að samningaviðræðum 2023.