Fara í efni

Framboð til stjórnar Fræðagarðs 2020

Kæru félagsmenn Fræðagarðs,

Aðalfundur Fræðagarðs verður haldinn þann 27. febrúar nk. Stjórn Fræðagarðs skal skipuð sjö fullgildum félagsmönnum, löglega kjörnum í rafrænni kosningu sem ljúka þarf eigi síðar en degi fyrir aðalfund. Í samræmi við reglur félagsins skal að þessu sinni kosið um þrjá stjórnarmenn og tvo varamenn. Fjöldi atkvæða ræður skipan í sæti, þrír efstu í kosningunni verða aðalmenn til tveggja ára og tveir næstu varamenn til eins árs.

Kjör stjórnar
Framboð til stjórnar þurfa að hafa borist fyrir miðnætti 29. janúar á tölvupóstfangið fraedagardur@fraedagardur.is.
Rafræn kynning frambjóðenda hefst þann 5. febrúar.
Rafræn kosning hefst þann 19. febrúar og lýkur á miðnætti þann 25. febrúar.
Niðurstöður kosninga verða kynntar á aðalfundi Fræðagarðs þann 27. febrúar.

Viljir þú bjóða fram krafta þína sem stjórnarmaður í Fræðagarði skalt þú senda tilkynningu á netfangið fraedagardur@fraedagardur.is. Kynning skal fylgja með sem inniheldur upplýsingar um stefnumál og æviágrip viðkomandi (200 orð) sem og rafræn ljósmynd sem send verður út í passamyndastærð. Einnig er heimilt að vísa á vefsíðu, samfélagsmiðla eða slóð með frekari upplýsingum og eða kynningarmyndbandi.
Framboð eru svo sett fram á samræmdan hátt til útsendingar og birtingar með tölvupósti og á vefsíðu og fésbókarsíðu Fræðagarðs. Að öðrum kosti vísum við í verklagsreglur kjörstjórnar FRG og framkvæmd rafrænna kosninga FRG sem má nálgast á vefsíðu Fræðagarðs.

Skoðunarmenn reikninga
Einnig er óskað eftir tveimur skoðunarmönnum reikninga og eru tímasetningar og forsendur þær sömu og koma fram hér að ofan.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 595-5165 og í tölvupósti fraedagardur@fraedagardur.is.

Virðingarfyllst,
Kjörstjórn Fræðagarðs,
Sverrir Gunnlaugsson, formaður kjörstjórnar, Hjalti Einarsson og Margrét Samúelsdóttir