Fara í efni

Framboð til stjórnar Fræðagarðs

Kæru félagsmenn Fræðagarðs.

Aðalfundur Fræðagarðs verður haldinn þann 28. febrúar nk. kl. 16:30.  Lög félagsins kveða á um að stjórn Fræðagarðs skuli skipuð sjö fullgildum félagsmönnum sem kjörnir eru í rafrænni kosningu, sem ljúka þarf eigi síðar en degi fyrir aðalfund. Að þessu sinni er kosið um embætti tveggja meðstjórnanda og tveggja varastjórnarmanna. Vegna þessa er óskað eftir framboðum áhugasamra um sæti í stjórn Fræðagarðs. Nú hefur staðið yfir kosning varaformanns en hér er óskað eftir framboðum í önnur embætti.

Framboð til stjórnar þurfa að hafa borist fyrir miðnætti 10. febrúar á tölvupóstfangið fraedagardur@fraedagardur.is.

Rafræn kosning hefst þann 20. febrúar og lýkur kl.13:00 þann 27. febrúar.

Niðurstöður kosninga verða kynntar á aðalfundi Fræðagarðs þann 28. febrúar.

Viljir þú bjóða fram krafta þína sem  stjórnarmaður í Fræðagarði skalt þú senda tilkynningu á netfangið fraedagardur@fraedagardur.is. Æskilegt er að kynning fylgi með sem inniheldur upplýsingar um stefnumál og æviágrip viðkomandi (200 orð) sem og rafræn ljósmynd sem send verður út í passamyndastærð. Einnig er heimilt að vísa á vefsíðu, samfélagsmiðla eða slóð með kynningarmyndbandi (ekki lengri en 2 mínútur).

Framboð eru svo sett fram á samræmdan hátt til útsendingar og birtingar með tölupósti og á vefsíðu og fésbókarsíðu Fræðagarðs. Að öðrum kosti vísum við í verklagsreglur kjörstjórnar FRG og framkvæmd rafrænna kosninga FRG sem má nálgast á vefsíðu Fræðagarðs.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 595-5165 og í tölvupósti fraedagardur@fraedagardur.is

Auk framboða til stjórnarsetu hjá Fræðagarði er einnig óskað eftir framboðum áhugasamra um stöðu skoðunarmanns reikninga.

 

Virðingarfyllst, 

Kjörnefnd Fræðagarðs,

Sverrir Gunnlaugsson, formaður kjörnefndar

Þóra Sigurbjörnsdóttir

Hjalti Einarsson