Flýtilyklar
Fréttir
Frambjóðendur til varaformanns Fræðagarðs
Kæru félagsmenn Fræðagarðs
Auglýst var eftir framboðum til varaformanns Fræðagarðs og rann umsóknarfrestur út á miðnætti þann 20. janúar, þrjú framboð bárust.
Frambjóðendur eru: Ágúst Arnar Þráinsson, Guðmundur Þór Sigurðsson og Marín Guðrún Hrafnsdóttir.
Kjör til varaformanns hefst klukkan 12 á hádegi þann 1. febrúar og lýkur klukkan 12 á hádegi þann 8. febrúar. Maskína mun sjá um utanumhald og framkvæmd rafrænna kosninga fyrir Fræðagarð.
Við minnum einnig á að frestur til að skila inn framboðum til setu í stjórn Fræðagarðs rennur út þann 10. febrúar nk. Jafnframt er óskað eftir framboði áhugasamra aðila í stöðu skoðunarmanna reikninga.
Virðingarfyllst,
Kjörstjórn Fræðagarðs,
Sverrir Gunnlaugsson, formaður
Hjalti Einarsson
Þóra Sigurbjörnsdóttir