Fara í efni

Félagsfundur Fræðagarðs 28. nóvember

Ágæti félagsmaður Fræðagarðs á höfuðborgarsvæðinu.

Í framhaldi af endurnýjun kjarasamnings félagsins við ríkið í febrúar s.l. ræddi stjórn félagsins um mikilvægi þess að félagið stæði fyrir kynningu á starfsemi félagsins, kynningu á sjóðum BHM til að auðvelda félagsmönnum að nýta sér þá og ennfremur að heyra sjónarmið félagsmanna í grasrót félagsins varðandi komandi samninga við bæði ríki og sveitarfélög, sem verða lausir í lok mars 2019.

Við stefnum að fundi í Borgartúni 6, 4. hæð 28.nóvember  kl. 12-14, fundinum verður streymt.

12:00-12:30 Kynning á starfsemi Fræðagarðs

12:30-13:00 Kynning á sjóðum BHM

13:00-14:00 Umræður um stöðu mála í aðdraganda kjarasamninga 2019. Ábendingar félagsmanna.

 

Mér þætti gott að heyra frá ykkur hvort þið hefðuð tök á að sækja fundinn. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlakka til að sjá ykkur. 

Bragi Skúlason

Formaður Fræðagarðs