Fara í efni

Endurtekin COVID-19 smit

Við fundum það s.l. vetur hversu öflug samstaða um öflugar aðgerðir andspænis almannavá getur verið. COVID-19 ruddist inn í tilveru okkar, en virtist vera á undanhaldi um stund. Það er mörgum áfall að vera aftur komin í þá stöðu að fara í smeiginlegar, öflugar aðgerðir, vegna hættuástands. Margir eiga erfitt með að setja sig í sömu stellingar og áður. En COVID-19 fer ekki í manngreinarálit! Áföll venjast aldrei. Sjúkdómar eru hins vegar við hvert fótmál. Sýkingar læðast ósýnilegar en raunverulegar um samfélag okkar.

Þörfin fyrir sameiginlegar aðgerðir og samstöðu er mjög raunveruleg og sannarlega dauðans alvara. Ég vil hvetja okkur öll til að halda vöku okkar og leggja það af mörkum sem við getum. Við erum öll almannavarnir. Missum ekki móðinn. Bestu kveðjur til þeirra sem eru í framlínu þessa verkefnis.

Bragi Skúlason

Formaður Fræðagarðs