Fara í efni

Ekki geta allir sinnt starfi sínu heima

COVID-19 hefur leitt til þess að margir starfsmenn sinna nú starfi sínu heima. Það geta hins vegar ekki allir og margir þeirra eru í framlínu þeirra starfa sem mæta faraldrinum. Fyrirferðarmest hefur verið í umræðunni að heilbrigðisstarfsfólk sé í þeirri stöðu og það er rétt, en fleiri eru þar líka, þ.m.t. margir af okkar félagsfólki í Fræðagarði. Vekefnum þessa hóps fjölgar sífellt og álagið vex. Hópurinn mætir líka fjölmörgum, sem ekki eru allir góður vitnisburður um að við erum öll almannavarnir. Snertifletir eru mengaðir aftur og aftur og grímunotkun mætti vera almennari. Þetta er kvíðavekjandi starfsumhverfi. Ekki er heldur umbunað með álagsgreiðslum fyrir störfin. Þetta starfsfólk starfar hjá ríki, sveitarfélögum og á einkamarkaði. Þetta eru margt félagsfólk í Fræðagarði.