Fara í efni

Dómur um orlofsmál með fordæmisgildi

Dómur hefur fallið í máli Lyfjafræðingafélags Íslands gegn ríkinu um tiltekin ákvæði um orlof í kjarasamningu LFÍ og ríkisins. Dómurinn féll LFÍ í hag og hefur fullt fordæmisgildi gagnvart samningum annarra aðildarfélaga BHM við ríkið. Fordæmisgildið er ekki eins ótvírætt gagnvart samningum félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga. Málið sem um ræðir varðar ákvæði í fyrri kjarasamningum þess efnis að ef orlof (eða hluti orlofs) er tekið eftir að sumarorlofstímabili lýkur skal það lengjast um fjórðung. Ákvæðinu var breytt í gildandi kjarasamningi aðila og tók gildi 1. maí 2020.