Fara í efni

Auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra þjónustuskrifstofu FS


Þjónustuskrifstofa FS er þjónustueining fyrir fimm aðildarfélög Bandalags háskólamanna: Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarð, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga.
Samtals eru félagsmenn nálægt 4800.
Nánari upplýsingar má finna hér: www.stett.is
Upplýsingar og umsókn
capacent.com/s/24625

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun/háskólapróf á sviði viðskipta, hagfræði, stjórnunar eða sambærileg menntun.
Yfirgripsmikil þekking á vinnumarkaðsmálum og innsýn í breytingar sem eru framundan í þeim.
Yfirgripsmikil þekking á starfsemi og starfsumhverfi stéttarfélaga.
Stjórnunarreynsla og reynsla af störfum félagasamtaka.
Þekking á samningagerð og reynsla af samningavinnu.
Frumkvæði og metnaður til árangurs í starfi.

Umsóknarfrestur til 16. apríl

Starfs- og ábyrgðarsvið:
Daglegur rekstur skrifstofu og félaga.
Starfsmannahald skrifstofu.
Undirbúningur, gerð og eftirfylgni kjarasamninga.
Þjónusta og upplýsingagjöf til félagsmanna.
Móttaka og meðhöndlun gagna.
Undirbúningur funda og gagnaöflun.
Seta í nefndum og stjórnum í umboði skrifstofu og félaga.
Ýmis tilfallandi verkefni og samskipti fyrir hönd aðildarfélaganna.

Þjónustuskrifstofa FS leitar að öflugum framkvæmdastjóra til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og ríka samskiptahæfni. Hlutverk FS er að þjónusta fimm stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna.
Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn FS og ber ábyrgð á þjónustuskrifstofu félaganna. Viðkomandi starfar náið með formönnum aðildarfélaganna að markmiðum FS. Leitað er að einstaklingi til að stýra og móta starfsemi mjög sjálfstæðra sérfræðinga í margþættu og síbreytilegu umhverfi.