Fara í efni

Ábending vegna greiðslna í LSR

Fræðagarði barst ábending frá félagsmanni og fyrrum ríkisstarfsmanni sem var meinað um að greiða áfram í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur. Í samþykktum LSR í l. lið 14. Gr. dags 19. desember 2018 kemur fram að :

„Sjóðfélagar, sem misst hafa vinnu sem greitt var iðgjald vegna til A-deildar sjóðsins og eiga af þeim sökum rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta, eiga rétt til þess að greitt sé af atvinnuleysisbótum til A-deildar…“

Sjóðsfélagar sem hafa greitt fyrir 1. júní 2017 í A-deild LSR eða A-deild Brúar eiga ennþá rétt á jafnri ávinnslu réttinda. Ef sjóðsfélagar hætta að greiða í A-deild LSR eða A-deild Brúar detta þeir úr jafnri ávinnslu réttinda og færast í aldurstengda ávinnslu.

Það er því mikilvægt fyrir félagsmenn sem eru í atvinnuleit og hafa áður unnið fyrir ríkið eða sveitarfélög að kanna með afturvirkar greiðslur sem varða lífeyrisréttindi þeirra.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu BHM.