Fara í efni

Ábending til þeirra sem þurfa að sækja um atvinnuleysisbætur

Stjórn Fræðagarðs vill benda á mikilvægi þess, að þeir sem eru að missa vinnuna vegna gjaldþrots fyrirtækja eða samdráttar og þurfa að sækja um atvinnuleysisbætur, gefi til kynna í umsókn um bætur að þeir vilji áfram greiða lágmarksgjald í stéttarfélag til að halda aðild sinni og njóta áfram réttinda í sjóðum BHM.

Upplýsingar og ráðleggingar er hægt að sækja hjá þjónustuskrifstofunni í síma 5955165 eða á netfangið fraedagardur@fraedagardur.is

Frekari upplýsingar á vefsíðu Fræðagarðs hér.