Fara í efni

Ályktun varðandi skerðingu ellilífeyris

Aðalfundur Fræðagarðs 28. febrúar 2020 mótmælir þeim brotum á eignarrétti  sem birtast í því að ellilífeyrir er skertur á grundvelli greiðslna úr lífeyrissjóði. Fundurinn tekur undir ábendingar Gráa hersins um stöðu íslenska  lífeyriskerfisins í samanburði við erlend eftirlaunakerfi:

  • Skerðing lífeyris almannatrygginga er í mótsögn við forsendur lífeyrissjóða þegar þeir voru stofnaðir á sínum tíma. Þá var litið svo á að lífeyrir úr sjóðunum yrði viðbót við lífeyri almannatrygginga.
  • Skerðing almannatrygginga jafngildir jaðarskattheimtu upp á 65-84% og þar með eignaupptöku.
  • Íslenska kerfið byggist á stærri hluta söfnunar í lífeyrissjóði en gerist annars staðar. Lífeyrir frá ríkinu vegur minna.
  • Útgjöld íslenska ríkisins vegna lífeyris aldraðra eru miklu minni en gerist annars staðar á Norðurlöndum.
  • Tekjutengingar í opinbera kerfinu á Íslandi eru miklu meiri en þekkjast víðast hvar annars staðar.