Fréttir

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Fræðagarðs verður haldinn í Borgartúni 6, 3. hæð, þann 28. febrúar kl. 16:30-18:30

Framboð til stjórnar Fræðagarðs

Aðalfundur Fræðagarðs verður haldinn þann 28. febrúar nk. kl. 16:30. Lög félagsins kveða á um að stjórn Fræðagarðs skuli skipuð sjö fullgildum félagsmönnum sem kjörnir eru í rafrænni kosningu, sem ljúka þarf eigi síðar en degi fyrir aðalfund. Að þessu sinni er kosið um embætti tveggja meðstjórnanda og tveggja varastjórnarmanna. Vegna þessa er óskað eftir framboðum áhugasamra um sæti í stjórn Fræðagarðs. Nú hefur staðið yfir kosning varaformanns en hér er óskað eftir framboðum í önnur embætti.

Rafræn kosning varaformanns

Föstudaginn 1. febrúar fá félagsmenn Fræðagarðs tölvupóst frá könnunarfyrirtækinu Maskínu vegna kjörs á varaformanni Fræðagarðs í rafrænni kosningu.

Frambjóðendur til varaformanns Fræðagarðs

Auglýst var eftir framboðum til varaformanns Fræðagarðs og rann umsóknarfrestur út á miðnætti þann 20. janúar, þrjú framboð bárust. Frambjóðendur eru: Ágúst Arnar Þráinsson, Guðmundur Þór Sigurðsson og Marín Guðrún Hrafnsdóttir. Í meðfylgjandi viðhengi eru frekari upplýsingar um frambjóðendurna.

Stjórnarkjör

Aðalfundur Fræðagarðs verður haldinn þann 28. febrúar nk. kl. 16:30. Stjórn Fræðagarðs skal skipuð sjö fullgildum félagsmönnum, löglega kjörnum í rafrænni kosningu sem ljúka þarf eigi síðar en degi fyrir aðalfund. Reglur félagsins kveða á um að kosið sé sérstaklega um embætti formanns og embætti varaformanns. Hins vegar er kosið sameiginlega um aðra stjórnar- og varastjórnarmeðlimi þar sem fjöldi atkvæða ræður sæti. Nú er kosið um embætti varaformanns, tvö meðstjórnarsæti og tvö varastjórnarsæti og því óskað eftir framboðum í þau sæti.

Fræðagarður

Borgartúni 6 | 105 Reykjavík

Sími 595 5165 | Fax  595 5101

fraedagardur@fraedagardur.is

Innra svæði