Bandalag háskólamanna var upphaflega stofnađ 23. október 1958 og er nú heildarsamtök stéttarfélaga háskólamanna. Stéttarfélögin eru langflest skipuđ einstaklingum einnar fagstéttar ţar sem menntun félagsmanna veitir ţeim tiltekin starfsréttindi. Félagsmenn innan ađildarfélaga bandalagsins eru háskólamenn sem starfa á öllum sviđum íslensks atvinnulífs, jafnt hjá ríki, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtćkjum.
Grundvallarmarkmiđ Bandalags háskólamanna er ađ efla fagstéttarfélög háskólamanna, standa vörđ um samningsrétt ţeirra og auka veg ćđri menntunar á Íslandi. Starfsemi bandalagsins byggir ţannig á tveimur meginţáttum: ađ menntun háskólamanna sé virt sem forsenda ţróunar og framfara í íslensku atvinnulífi og ađ hún sé metin ađ verđleikum til launa.
- koma fram fyrir hönd ađildarfélaga og félagsmanna ţeirra í sameiginlegum hagmunamálum og baráttumálum
- semja viđ atvinnurekendur um sameiginleg réttindamál fyrir hönd ađildarfélaga eftir umbođi
- efla ađildarfélög og veita ţeim ţann styrk sem samtökin geta hverju sinni
- stuđla ađ aukinni ţekkingu félagsmanna og trúnađarmanna ađildarfélaganna á réttindum og kjaramálum
- vinna ađ kjara- og vinnumarkađsrannsóknum
- standa vörđ um grunn- og endurmenntun háskólamanna
- eiga samstarf viđ önnur samtök háskólamanna og annarra launamanna
- fylgjast međ starfsemi handhafa dóms-, löggjafar- og framkvćmdarvalds og vinna ađ tillögum um breytingar á lögum til hagsbóta fyrir ađildarfélögin og félagsmenn ţeirra
- sćkja og verja fyrir ţar til bćrum stofnunum sameiginleg fordćmisgefandi réttinda- og kjaramál ađildarfélaga og félagsmanna ţeirra
- sjá um rekstur og ávöxtun sameiginlegra eigna ađildarfélaganna og/eđa félagsmanna ţeirra.