Fara í efni

Hvað gerir Fræðagarður fyrir þig?

 

 Þjónustuskrifstofa: Hagsmunagæsla og stuðningur

 • Þjónustuskrifstofa þjónar félagsmönnum á sviði kjara- og réttindamála.
 • Þjónustuskrifstofan aðstoðar við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga.
 • Þjónustuskrifstofa aðstoðar félagsmenn við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.
 • Þjónustuskrifstofan er talsmaður einstakra félagsmanna gagnvart vinnuveitanda ef óskað er eftir.

Kaup og kjör

 • Þjónustuskrifstofan vinnur að gerð kjarasamninga, bæði miðlæga kjarasamninga og stofnanasamninga í umboði stjórnar.
 • Þjónustuskrifstofan aðstoðar við gerð ráðningasamninga og túlkun á þeim.
 • Þjónustuskrifstofa aðstoðar við útreikning á launum og innheimtu ef þörf krefur.

Fræðsla og upplýsingagjöf

 • Þjónustuskrifstofan stendur fyrir ýmiskonar fræðslu og námskeiðahaldi er varða starfsmannamál, kjaramál og vinnumarkaðsmál.
 • Þjónustuskrifstofan tekur reglulega saman upplýsingar um launakjör  félagsmanna. 

Styrkir og sjóðir

 • Fræðagarður er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM) og eiga félagsmenn rétt á greiðslum úr sjóðum BHM auk úthlutunar orlofshúsa og íbúða.
 • Sjúkrasjóður BHM og Styrktarsjóður BHM veita fjárhagsaðstoð vegna ýmiskonar áfalla og forvarna.
 • Starfsmenntunarsjóður BHM veitir styrki til að sinna endur- og símenntun.
 • Félagsmenn í fæðingarorlofi eiga rétt á greiðslum úr Fjölskyldu- og styrktarsjóði. Frá og með 1. júní 2007 eru fæðingarstyrkir til foreldra jafnháir til mæðra og feðra. Um leið falla niður tekjutengdar greiðslur til mæðra.
 • Félagsmenn eiga rétt á greiðslum úr vísindasjóðum , þ.e. ef vinnuveitandi greiðir í sjóðinn. Ríkisstarfsmenn eiga ekki lengur rétt á greiðslum úr vísindasjóði. Sjóðnum er ætlað að styrkja félagsmenn vegna kaupa á fræðibókum, námskeiða o.þ.h.
 • Félagsmenn geta sótt um styrki í sérstökum Fræðagarðs fræðslusjóði. Sjóðnum er ætlað að styrkja félagsmenn vegna verkefna sem aðrir sjóðir ná ekki utan um.