Fara í efni

Vísindasjóður FRG

Hverjir eiga rétt á úthlutun?

Allir fullgildir félagar, sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn á hverju almanaksári, eiga rétt á framlagi. Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að vísindasjóði valkvæð en greitt er fyrir alla félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum. Framlag vinnuveitanda í vísindasjóð fyrir félagsmenn hjá ríkinu var aflagt í kjarasamningum 2008. 

Styrkupphæð og úthlutunarmánuður

Styrkupphæðin er miðuð við innborgun í sjóðinn á tímabilinu 1. janúar - 31. desember. Vinnuveitandi greiðir 1.5% af dagvinnulaunum í vísindasjóð. 

Allir fullgildir félagsmenn sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð fá úthlutað í janúar og því þarf ekki þarf að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðnum. 

Skattaleg meðferð greiðslna úr vísindasjóði

Styrkurinn er forskráður á skattframtal styrkþega og er talinn fram til skatts eins og aðrar tekjur.  Ef félagsmenn hafa nótur, sem skatturinn tekur gildar sem kostnað á móti styrknum, þá skal skila þeim með skattframtali.  Annars greiðist fullur tekjuskattur af styrknum.  Til að fá upplýsingar um hvaða nótur eru teknar gildar skal félagsmönnum bent á að snúa sér til viðkomandi skattstofu eða leita upplýsinga á vef Ríkisskattstjóra.