Fara í efni

Starfsreglur

1.    Fræðslu- og ráðstefnusjóður Fræðagarðs er verkefnasjóður, rekinn af Fræðagarði og á ábyrgð félagsins og stjórnar þess.

2.    Stjórn Fræðagarðs setur sjóðnum markmið og ákveður verkefni hans. Stjórn Fræðagarðs skipar sjóðnum jafnframt fimm manna framkvæmdastjórn og skulu á hverjum tíma að minnsta kosti þrír þeirra vera úr stjórn Fræðagarðs. Framkvæmdastjórn skiptir með sér verkum.

3.    Ráðstöfunarfé Fræðslu- og ráðstefnusjóðs skal vera annars vegar framlag úr félagssjóðum Fræðagarðs og hins vegar sjálfsaflafé sjóðsins.

4.    Stjórn Fræðagarðs ákveður á síðasta stjórnarfundi hvers árs fjárframlög til sjóðsins úr sjóðum félagsins til næsta árs á eftir.

5.    Framkvæmdastjórn Fræðslu- og ráðstefnusjóðs skal skila fjárhagsáætlun og verkefnaáætlun fyrir hvert starfsár til stjórnar Fræðagarðs fyrir fyrsta stjórnarfund í félaginu á því ári.

6.    Fundargerðir af fundum framkvæmdastjórnar Fræðslu- og ráðstefnusjóðs skulu berast stjórn Fræðagarðs eigi síðar en á næsta stjórnarfundi félagsins eftir hvern fund framkvæmdastjórnar.

7.    Stjórn Fræðslu- og ráðstefnusjóðs skal skila reikningum sjóðsins til félagsstjórnar eigi síðar en í lok janúar næsta ár á eftir rekstrarári og skulu þeir vera hluti reikninga félagsins.